Inspired by Iceland
SEEDS kynnir ungmennaskipti á Ítalíu og í Sviss!
14.05.2013

SEEDS hefur nú kynnt tvö ný ungmennaskipti sem munu fara fram í júní og júli 2013.

Fyrra verkefnið mun fara fram í Lombardy héraði Ítalíu og ber nafnið "Young Farmers Point". Þar mun ungt fólk frá fjórum löndum; Íslandi, Ítalíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, hittast dagana 21. - 29. júní. Verkefnið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa áhuga á tækniframförum og nýsköpun á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Það hentar vel þeim sem hafa áhuga á nýsköpun, vöruþróun og t.d. hugmyndafræði "beint frá býli".

Þátttakendur munu deila reynslu sinni og læra af öðrum sem vinna að svipuðum markmiðum. Þeir munu fá tækifæri til að kynna verkefni sem þeir eru sjálfir að vinna að auk þess sem öll löndin munu m.a. kynna þjóðlega matarhefð sína. Þátttakendur munu að auki m.a. hitta unga bændur og aðra frumkvöðla á svæðinu. SEEDS á frátekin 9 pláss í þessum ungmennaskiptum og því möguleiki á að senda a.m.k. einn hóp sem vinnur saman að verkefni hér heima.

Hin ungmennaskiðtin mun fara fram í borginni Bern í Sviss dagana 29. júlí - 11. ágúst. Verkefnið er ætlað einstaklingum á aldrinum 18 - 30 ára en þátttakendur munu vinna með samtökum í Bern, Junge Bühne Bern, að leiklistarverkefni sem mun leiða saman börn flóttamanna í borginni og börn sem eiga þýsku að móðurmáli. Verkefninu er m.a. ætlað að styrkja þýskukunnáttu barnanna og því verða umsækjendur að hafa gott vald á talaðri þýsku. Verkefnið hentar meðal annars þeim sem hafa áhuga á listum á borð við leiklist og dans en einnig þeim sem hafa áhuga á málefnum flóttamanna og mannréttindum.

Ungmennaskiptin eru bæði styrkt af ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og því fá þátttakendur 70-90% af ferðakostnaði endurgreidd eftir heimkomu auk þess sem þeim verður séð fyrir fæði og húnsæði á meðan verkefnunum stendur.

Umsóknarfrestur er til 24. maí næstkomandi. Allar nánari upplýsingar er að finna á ungmennaskipta síðu SEEDS.

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters