Inspired by Iceland
Ungmennaskipti

Viltu láta gott af þér leiða, koma á nýjar slóðir, kynnast framandi menningu hitta nýtt fólk og skemmta þér? Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS senda reglulega hópa af íslenskum ungmennum til þátttöku í spennandi verkefnum með stuðningi Youth in action áætlunarinnar. Langar þig til að vera með í slíkum hópi?

Þar sem ungmennaskiptin njóta styrkja frá Evrópusambandinu greiða þátttakendur eingöngu hluta af ferðakostnaði (oftast um 30%) og fá frítt fæði og húsnæði meðan á verkefninu stendur. SEEDS tekur umsýslu- og þáttökugjald af þeim sem valdir verða til fararinnar hverju sinni.

SEEDS vinnur nú að skipulagningu verkefna fyrir árið 2013 en við munum m.a. senda hópa til Frakklands, Möltu, Ítalíu, Sviss og fjölda annara landa í Evrópu. Upplýsingar um ný verkefni munu verða sett inn á síðuna um leið og allar upplýsingar hafa borist.

Smelltu hér til að skoða verkefni sem SEEDS tók þátt í árið 2012. Þau gefa góða mynd af verkefnum innan Youth in Action áætlunarinnar.

Vilt þú fá tilkynningu þegar við setjum inn ný ungmennaskipti?
Á næstunni munum kynna og opna fyrir umsóknir í spennandi ungmennaskipti sem munu fara fram í Frakklandi, Spáni og fleiri löndum. Sendu okkur línu á
 outgoing@seeds.is ef þú vilt vera fyrst/ur með fréttirnar og skrá þig á póstlistann okkar.


                                                                                                                                                                                 

"A Reason of Youth Unemployment " - Eskisehir, Turkey - March 2nd to March 9th, 2014

Deadline for application: 10.02.2014 (February 10, 2014)

Theme/aim of the project: The main frame of the action 1.1 project titled “a Reason of Youth Unemployment – Job discrimination workshop” which is going to happen between the dates 02.03.2014 – 09.03.2014 in Eskisehir, Turkey by Anadolu University European Union Research, Practise and Documentation Center (ADOM) covered by Turkish National Agency is:   

- The concept of Human Rights and discrimination: main problems and awareness.

- The necessity of social excluded jobs in life: a prejudice that needs to be broken.

- The opportunities of learning different Europe countries perspective related to job families and create a common European consciousness.

- To create workshops and perform dramas related with the youth unemployment caused by job discrimination.

- To generate new solutions to the problem of youth unemployment at training workshops.

- To make young people become closer and give them the opportunity of learning different kinds of cultures from each other by organizing cultural evenings.

Participating countries: Turkey, Bulgaria, Italy, Hungary, Poland and Iceland.

Number and age of participants: 5 participants from each country aged 18-25 years old.

Costs/expenses: SEEDS has been awarded a grant for the project from the Youth in Action program, which will cover costs of board, lodging and 70% of the travel costs.

70% of the travel costs for the Youth Exchange will be refunded to the participants up to an amount of €800 (Euros) per participant. Maximum reimbursement per participant: 560€

Applicants selected to join the project need to pay an administrative and registration-fee of 20.000 kr. to SEEDS.  If you apply and are not selected, you do not need to pay anything! 

This fee will not be refunded and can also not be reimbursed in case you have to cancel your trip.

You will find the application form under this link: http://www.seeds.is/files/SEEDS-youth-exchange-umsoknarform.doc

Please fill it out in English and submit it before the 10.02.2014 (February 10, 2014).

For further information please contact Maxime at outgoing@seeds.is or at 7713363.  

                                                                                                                                                                                 

"A Journey To Human Values" - Erzurum, Turkey - February 17th to February 24th, 2014

Deadline for application: 01.02.2014 (February 1, 2014)

Theme/aim of the project: A Journey to Human Values Project is written by Ubuntu Youth Community under Youth in Action 1.1 Youth Exchange Program. Themes of this Project are xenophobia, racism and islamifobia. Main goal of Project is to prevent discrimination, to educate participants against racism, and determining the causes of xenophobia. According to this goal, there will be workshops and activities against the racism.

Participating countries: Turkey, Bulgaria, Italy, Greece and Iceland

Number and age of participants: 5 participants from each country aged 18-25 years old

Costs/expenses: SEEDS has been awarded a grant for the project from the Youth in Action program, which will cover costs of board, lodging and 70% of the travel costs.

70% of the travel costs for the Youth Exchange will be refunded to the participants up to an amount of €750 (Euros) per participant.

Applicants selected to join the project need to pay an administrative and registration-fee of 20.000 kr. to SEEDS.  If you apply and are not selected, you do not need to pay anything! 

This fee will not be refunded and can also not be reimbursed in case you have to cancel your trip.

You will find the application form under this link: http://www.seeds.is/files/SEEDS-youth-exchange-umsoknarform.doc

Please fill it out in English and submit it before the 05.02.2014 (February 5, 2014).

For further information please contact Maxime at outgoing@seeds.is or at 7713363.  

                                                                                                                                                                                 

"Love in Action" - Athens, Greece - February 11th to February 19th, 2014

Deadline for application: 01.02.2014 (February 1, 2014)

Theme/aim of the project: Through the thematic activities of the exchange, each of the different interpretations of love will manifest itself in correlation with active citizenship and the Youth in Action programme: love in relation to sexual orientation and respect of an active citizen towards sexual diversity; a genuine love and interest (or the rediscovery of it) in one’s community, public affairs and urban environment, affection and solidarity shown towards socially vulnerable groups; friendships formed and bonds developed between the European citizens participating in the exchange; hospitality as a form of host-visitor friendship and cultural exchange as a result of it, both being concepts that the Youth in Action programme has promoted throughout its implementation. During the exchange and through interactive sessions, experiential learning methods and a rich contact with various local organisations and activists, young participants will have the opportunity to reflect and share their views on the different dimensions of love, be creative and take on an active and positive role as citizens. In addition, participants will be given the opportunity to design an outdoor central action on Valentine's Day in order to communicate messages of love as a source of creativity and hope. Through their contact with citizens of Athens, they will try to help them re-evaluate their relationship with their city and fellow citizens. This action will also attempt to contribute towards the adoption of a positive attitude towards things as well as of a more active participation in social affairs. Given the difficult times people are experiencing and the feelings of frustration, disillusionment and negativity that have come as a result, this exchange will attempt to disseminate messages of positive thinking, solidarity, compassion and optimism. After all, love is all about giving and participating. So is active citizenship.

Participating countries: Estonia, France, Germany, Greece, Iceland and Italy

Number and age of participants: 5 participants from each country aged 18-25 years old

Costs/expenses: SEEDS has been awarded a grant for the project from the Youth in Action program, which will cover costs of board, lodging and 70% of the travel costs.

Financial support is given by the Greek National Agency within the European Commission’s programme “Youth in Action” (action 1.1) and follows the financial rules of the Programme Guide 2013.

The Youth Exchange offers: Travel costs from home to the venue of the project and return. (Economy class flight ticket, 2 nd class train ticket) 70% of eligible costs up to a maximum of 750 Euros (525 Euros) will be refunded.

Participants have to provide original invoices, boarding pass and tickets. Travelling by taxi cannot be refunded.

Applicants selected to join the project need to pay an administrative and registration-fee of 20.000 kr. to SEEDS.  If you apply and are not selected, you do not need to pay anything!  

This fee will not be refunded and can also not be reimbursed in case you have to cancel your trip.

You will find the application form under this link: http://www.seeds.is/files/SEEDS-youth-exchange-umsoknarform.doc

Please fill it out in English and submit it before the 01.02.2014 (February 1, 2014).

For further information please contact Maxime at outgoing@seeds.is or at 7713363.  


 "New Year 4 New Europe" - Palermo, Sicily, Italy - December 27th to January 5th, 2014

Deadline for applications: Friday 20th November, 2013 at midnight.

Theme/aim of the project: "New Year 4 New Europe” aims to promote active citizenship and European awareness, focusing on the new EU youth programme “Erasmus Plus”, and to reflect on the benefits and impacts of the YiA programmes on young people's life and EU perception.

The participants will meet in Palermo to discuss their past experiences with EU projects and to deepen their knowledge about upcoming European programmes.

Through meetings, discussions, creative workshops, intercultural dialogue, as well as through meeting local NGOs, the participants will exchange ideas and perceptions about the EU and get the opportunity to discuss and draft concrete youth policies proposals to be presented to the EMPs after the 2014 European elections.

Finally, the participants will create a video containing their suggestions and proposals for new European youth policies.The project will also be the occasion for the teams to know more about the Italian traditions, especially about Christmas.  

Participating countries:  Armenia, Estonia, Georgia, Italy, Iceland, Ukraine

Number and age of participants: 4 participants aged 18-25 plus a leader.

Costs/expenses:  SEEDS has been awarded a grant for the project from the Youth in Action program of the European Union, which will cover costs of board, lodging and 70% of the travel costs up to a maximum of 770 euros and upon presentation of all the proof of expenses (boarding passes, tickets and receipts of your travel from and to Capua) and 100% of their visa cost ( if coming from non EU countries).

Food, accommodation, insurance, will be covered by the hosting organization, InformamentisEuropa.

Applicants selected to join the project need to pay an administrative and registration-fee of 20.000 kr. to SEEDS.  If you apply and are not selected, you do not need to pay anything! But please note this fee will not be refunded and can also not be reimbursed in case you have to cancel your trip.

You will find the application forms under this link: http://www.seeds.is/files/SEEDS-umsoknarform.doc

Please fill it out in English and submit it before the  20.11.2013 (November 20th, 2013).

For further information please contact Claire at outgoing@seeds.is

 


Skrollaðu niður til að sjá lýsingar á fyrri verkefnum okkar.



Verkefni sem SEEDS hefur nú þegar tekið þátt í á þessu ári:

"Lead For A Reason" - Alcamo, Skiley, Ítalíu 17. - 23. apríl 2013

SEEDS sendi 2 íslensk ungmenni til þátttöku í þessu verkefni, ferðasaga og myndir eru væntanlegar.

Þema á markmið: Á þessu námskeiði munu hópar frá mismunandi löndum koma saman og þróa leiðtogahæfileika sína. Þátttakendur munu m.a. taka þátt í umræðum, ýmsum verkfnum og fá þjálfun í að leysa vandamál sem geta komið upp í hópavinnu. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust þátttakenda og gera þá í stakk búna til að leiða verkefni, t.d. á vegum ungmennáætlunar Evrópusambandsins, og skipuleggja einnig verkefni í þágu samfélagsins í sínum eigin heimalöndum.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur verða á vera á aldrinum 18-30 ára og hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Ítalía, Grikkland, Frakkland, Eistland, Króatía og Lúxemborg 

Aðstaða: Gist verður í svefnpokaplássum og þátttekendum verður raðað niður í herbergi.
Hitastig í Alcamo í apríl er um 17°C á daginn og 11°C á næturna. Þátttakendur ættu að taka með sér viðeigandi fatnað. Hægt er að finna upplýsingar fyrir ferðamenn á síðunni http://www.comune.alcamo.tp.it/. Ef þú talar ekki ítölsku þá mælum við með því að þú notfærir þér þýðingareiginleika Google Chrome.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 500 evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


"Young Farmers Point" - Torre Pallavicina, Lombardy héraði, Ítalíu 21. - 29. júní 2013

SEEDS sendi 9 ungmenni til þátttöku í þessu verkefni, ferðasaga og myndir eru væntanlegar.

Þema og markmið: Þema þessara ungmennaskipta er landbúnaður og matvælaframleiðsla með nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga framleiðslu að leiðarljósi. Þátttakendur munu kynna hvernig framleiðslu er háttað í sínum heimalöndum og eru hvattir til að koma með og kynna framleiðslu frá sínum eigin heimahögum auk þess sem öll þátttökulöndin munu bjóða upp á sýnishorn af sínum þjóðlega mat.

Á meðan verkefninu stendur munu þátttakendur m.a. heimsækja unga bændur á svæðinu og kynnast nýsköpun meðal bændarsamfélagsins á svæðinu. Þeir munu einnig taka þátt í vinnustofu þar sem geta prófað sig áfram í matvælaframleiðslu auk þess sem þeir munu hitta forsvarsmenn ýmsra samtaka sem vinna á þessum vettvangi.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur verða á vera á aldrinum 18-25 ára og hafa gott vald á talaðri ensku. Þessi ungmennaskipti eru sérstaklega ætluð þeim sem hafa áhuga á nýsköpun og vöruþróun, sem og tæknilegum framförum, á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Þátttakendur munu fá tækifæri til að miðla eigin reynslu og læra af öðrum sem stefna að sömu markmiðum.

Þátttökulönd auk Íslands: Ítalía, Ungverjaland og Rúmenía.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista á farfuglaheimilinu Molino di Basso sem staðsett er í garðinum Parco Oglio Nord í Torre Pallavacina. Torre Pallavacina er rúmlega 1.000 manna bær sem staðsettur er í Lombardy héraði Ítalíu. Bærinn er staðsettur um 50 km austur af Mílano og 30 km suðaustur af Bergamo.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 500 evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Hér er að finna nánari upplýsingar um ungmennaskiptin.

 


"Mafia is a mountain of Shit: 100 steps of volunteering" - Cinisi, Sikiley, Ítaliu 29. júní - 9. júlí 2013

SEEDS sendi 5 ungmenni til þátttöku í þessu verkefni, ferðasaga og myndir eru væntanlegar.

Þema og markmið: Í þessum ungmennaskiptum munu þátttakendur ferðast til Sikileyjar sem lengi hefur haft þann vafasama heiður að vera fæðingarstaður mafíunnar og skipulagðrar glæpastarfsemi á Ítalíu. Þátttakendur munu fræðast um sögu mafíunnar á Sikiley og þá einstaklinga og samtök sem hafa háð baráttu gegn mafíunni og hennar starfsemi. Sérstök áhersla verður lögð á baráttumanninn Peppino Impastato, ungann baráttumann sem var myrtur árið 1978 í Cinisi en hann hefur orðið tákngerfingur fyrir þá hugrökku einstaklinga sem þora að berjast fyrir því sem þeir telja rétt, meðvitaðir um þá persónulegu áhættu sem þeir taka.

Markmið ungmennaskiptanna er að fræðast um virkan borgararétt, þ.e. hvað einstaklingurinn getur gert til að hafa áhrif í samfélagi sínu, m.a. til berjast gegn óréttlæti eða öðrum málefnum sem hann snerta.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára við upphaf verkefnis og hafa gott vald á talaðri ensku. Meðal anars er leitað eftir þátttakendum sem hafa áhuga á ljósmyndun en þátttakendur munu vinna saman að ljósmyndaverkefni sem tengist þema verkefnisins og standa fyrir sýningu á verkum sínum undir lok ungmennaskiptanna.

Þátttökulönd auk Íslands: Eistland, Finnland, Ítalía og Portúgal.

Aðstaða: Verkefnið mun fara fram í strandbænum Cinisi. Þátttakendur munu gista í svefnpokaplássum.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 770 evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Hér er að finna nánari upplýsingar um ungmennaskiptin.

 


"United for Social Inclusion" - Kaštela, Króatíu 1. - 13. ágúst 2013

Þessi ungmennaskipti eru fullmönnuð.

Þema og markmið: Þessi ungmennaskipti er skipulögð í samvinnu við ungmennasamtök í Kaštela í Króatíu en þátttakendur munu aðstoða við hin ýmsu verkefni sem tengjast sérstakri ungmennaviku sem lýkur með tvennum tónleikum. Þátttakendur munu því kynnast ungmennastarfi á svæðinu með virkri þátttöku í auk þess að fara í heimsóknir og fá fræðslu.

Í nágrenni Kaštela er að finna einn vinsælasta ferðamannastað Króatíu, borgina Split. Þátttakendur munu því heimsækja bæji á svæðinu og fræðast um hvernig heimamenn vinna að því að verndun náttúru gegn þeim umhverfisvanda sem fjölaferðamennsku fylgir. Þessar heimsóknir munu tengjast tónleikunum sem haldnir verða en við skipulagningu þeirra er mikilvægt að hafa í huga það álag sem samkoma manna getur sett á náttúruna.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 25 ára og hafa gott vald á talaðri ensku. Verkefnið er ætlað einstaklingum sem hafa áhuga á ungmenna- og æskulýðsstarfi og skipulagningu viðburða en einnig er leitað eftir þátttakendum sem hafa áhuga á blaðamennsku, ljósmyndun, tónlist og annari listsköpun. Verkefnið gæti einnig verið áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á málefnum tengdum ferðamennsku og þjónustu.

Aðstaða: Ungmennaskiptin fara fram í Kaštela sem samanstendur af sjö minni bæjum sem saman mynda eina heild. Kaštela er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá borginni Split sem stendur við Adríahafið. Þátttakendur munu gista á vindsængum í svefnpokaplássum í sjálfboðaliðamiðstöðinni í  Kaštel Lukši? og þurfa m.a. að hafa með sér svefnpoka og handklæði. Þátttakendur munu sjálfir hjálpast að við matseld en staðahaldarar útvega öll matvæli.

Innan ungmennaskiptanna eru 3 skipulagðir frídagar sem þátttakendur geta m.a. nýtt til að ferðast um svæðið, fara á ströndina eða heimsækja sögulega staði.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 50% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 400 Evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Hér er að finna nánari upplýsingar um ungmennaskiptin.

Hér er að finna umsóknareyðublað fyrir ungmennskipti.

Tekið er við umsóknum og fyrirspurnum á netfanginu outgoing@seeds.is

 


Saint Julien en Beauchêne, Frakklandi 5. - 26. ágúst 2013:
"Melting Potes: An Artistic Adventure About Cultural Diversity"

Umsóknarfrestur: Til miðnættis mánudaginn 22. júlí 2013

Hautes Alpes, FrakklandiÞema og markmið: SEEDS tekur nú þátt í ungmennaskiptunum Melting Potes annað árið í röð en óhætt er að segja að verkefnið hafi slegið í gegn í fyrra. Í verkefninu mætast 20 ungir einstaklingar frá hinum ýmsu Evrópulöndum og vinna saman að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars fjölmenningu, listsköpun og umhverfisvernd. Í ungmennaskiptunum munu þátttakendur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína á ólíkum menningarheimum innan Evrópu, kynnast einstaklingum með svipuð áhugamál og markmið auk þess að taka virkan þátt í listsköpun og hátíðarhöldum á meðan verkefninu stendur.

Í ár verður lögð áhersla á sjónræna list og því munu þátttakendur vinna saman að svokölluðu "Land Art" verkefni sem afhjúpað verður á hátíð sem haldin er undir lok ungmennaskiptanna. Þar munu þátttakendur með bakgrunn í tónlist, dansi, leiklist og öðrum listgreinum fá tækifæri til að koma hæfileikum sínum á framfæri. Notast verður við endurvinnanlegan efnivið í ungmennaskiptunum og því munu þátttakendur einnig fá að prófa sig áfram með slík efni við listsköpun.

Á meðan ungmennaskiptunum stendur munu þátttakendur einnig kynnast sjálfboðaliðastarfi og hvernig virkja má ungt fólk til þátttöku í sjálfboðaliða- og/eða ungmennastarfi.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 25 ára og hafa gott vald á talaðri ensku. Athugið að mögulegt er að senda a.m.k. einn einstakling á aldrinum 25 - 30 ára til þátttöku í þessum ungmennaskiptum. Verkefnið er ætlað einstaklingum sem hafa áhuga listrænni sköpun, umhverfisvernd og ungmennastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Þessi ungmennaskipti eru mjög fjölbreytt og mögulegt að nálgast þemu verkefnisins á frumlegan og skapandi hátt.

Athugið að ekki er gerð krafa um að umsækjendur hafi reynslu af listrænni sköpun þó vissulega sé það umsækjendum til framdráttar. Áhugi og vilji til að vinna að skemmtilegum listrænum verkefnum með einstaklingum frá öðrum löndum skiptir einnig miklu máli í verkefni sem þessu og því verður einnig horft til þess við val á þátttakendum. 

Athugið að við leitum að hópstjóra fyrir þessi ungmennaskipti! Nánari upplýsingar um hlutverk hópstjóra má finna verkefnalýsingu hér fyrir neðan.

Þátttökulönd auk Íslands: Frakkland, Litháen og Spánn. Hvert land mun senda 5 ungmenni til þátttöku í þessum ungmennaskiptunum.

Aðstaða: Ungmennaskiptin fara fram í bænum Saint Julien en Beauchêne sem staðsettur er í Hautes-Alpes í Frakklandi en bærinn er staðsettur í um 1.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þátttakendur munu gista í tjöldum við miðstöð frönsku samtakanna Vaunières og hafa aðgang að allri nauðsynlegri aðstöðu. Þátttakendur munu taka virkan þátt í daglegu lífi íbúa sem borða máltíðir saman og hjálpast til dæmis að við eldamensku og þrif. 

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 490 Evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.  Þátttakendur bera engan kostnað vegna skoðunarferða eða annara ferða sem farið verður í á meðan verkefninu stendur auk þess sem þeir verða tryggðir innan franska almannatryggingarkerfisins.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Smelltu hér til að skoða umfjöllun Séð & Heyrt um íslensku þátttakendurna í Melting Potes 2012

Hér er að finna nánari upplýsingar um ungmennaskiptin.

Hér er að finna umsóknareyðublað fyrir ungmennskipti.

Tekið er við umsóknum og fyrirspurnum á netfanginu outgoing@seeds.is.

 


Balando A La Luna - Villena, Spáni 12. - 23. ágúst 2013

Umsóknarfrestur: Til miðnættis fimmtudaginn 1. ágúst 2013

Þema og markmið: SEEDS mun senda 9 einstaklinga til þátttöku í þessum skemmtilegu ungmennaskiptum sem fara fram í bænum Villena sem staðsettur er í Alicante héraði Spánar. Þema ungmennaskiptanna er dreifbýlisþróun, varðveisla menningar og umhverfisvernd en þátttakendur munu vinna með hópi ungs fólks sem býr í Villena og vinnur að uppbyggingu í dreifbýli Alicante héraðs. Þátttakendur munu meðal annars taka þátt í sjálfboðaliðastörfum á svæðinu, heimsækja barnaheimili sem starfar með börnum sem búa við mikla fátækt, fara í skoðunarferðir, fá fræðslu um menningu svæðisins og taka þátt í vinnustofum og umræðum um umhverfismál, endurvinnslu, menningu og dreifbýlisþróun. Eins munu þeir fræðast um spænska menningu og meðal annars verður boðið upp á kennslu í spænskri matargerð. Að auki þess verður farið í hinar ýmsu skoðunarferðir, til dæmis verður varið í dagsferð til Alicante.

Markmið ungmennaskiptana er að vekja þátttakendur til umhugsunar um hlutverk ungs fólks í dreifbýlisþróun og hvernig það getur haft jákvæð áhrif í samfélagi sínu, meðal annars með því að vinna sjálfboðavinnu, varðveita menningu og stuðla að aukinni umhverfisvitund innan bæjarfélaga sinna.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 25 ára og hafa gott vald á talaðri ensku. Athugið að mögulegt er að senda a.m.k. einn einstakling á aldrinum 25 - 30 ára til þátttöku í þessum ungmennaskiptum. Verkefnið er opið öllum til umsóknar en æskilegt er að umsækjendur hafi áhuga á þema ungmennaskiptanna, menningu, byggðarþróun á landsbyggðinni eða öðrum málefnum tengdum uppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins.

Athugið að við leitum að hópstjóra fyrir þessi ungmennaskipti! Nánari upplýsingar um hlutverk hópstjóra er að finna í upplýsingaskjali ungmennaskiptanna.

Þátttökulönd auk Íslands: Belgía og Spánn.

Aðstaða: Ungmennaskiptin fara fram í bænum Villena sem staðsettur er í um 60 km fjarlægð frá ferðamannastaðnum Alicante. Þar verður þátttakendum raðað niður í 3-4 manna herbergi. Þátttakendur munu sjálfir sjá um sameiginlega matseld og þrif á vistaverum á meðan ungmennaskiptunum stendur.

Bærinn Villena á sér langa og ríka sögu og m.a. verður boðið upp á skoðunarferð um gamla bæinn þar finna má kastala og aðrar sögulegar byggingar. Þátttakendur munu einnig fara í hinar ýmsu skoðunarferðir utan bæjarins á meðan verkefninu stendur en meðal annars verður farið í dagsferð til Alicante.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 600 Evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Hér er að finna nánari upplýsingar um ungmennaskiptin.

Hér er að finna umsóknareyðublað fyrir ungmennskipti.

Tekið er við umsóknum og fyrirspurnum á netfanginu outgoing@seeds.is.

 


"Capture Your Life" - Gießübel, Þýskalandi 26. ágúst - 6. september 2013

Umsóknarfrestur: Til miðnættis fimmtudaginn 22. ágúst 2013

Þema og markmið: Í þessum ungmennaskiptum munu þátttakendur fá tækifæri til að segja sögu sína eða sögur úr lífi sínu með því að búa til stuttmyndir. Þátttakendur geta tekið með sér myndbönd, myndir, póstkort, bréf, teikningar og annað efni í ungmennaskiptin sem þeir munu svo nota til að búa til sína eigin stuttmynd þegar út er komið. Stuttmyndunum er ætlað að gefa þátttakendum, ungu fólki í Evrópu, innsýn inn í líf hvors annars og skapa umræður til dæmis um menningu, mannréttindi og lífsskilyrði í mismunandi löndum.           

Þátttakendur munu fá óformlega kennslu í gerð einfaldra stuttmynda, taka þátt í umræðum þar sem þema stuttmyndanna verður valið og að lokum munu þátttakendur búa til sínar eigin stuttmyndir, bæði með því að notast við efnivið sem þeir komu með heiman frá sér auk þess sem þeir geta tekið upp og bætt við efni eftir að út er komið. Undir lok ungmennaskiptanna, þegar stuttmyndirnar hafa verið sýndar, munu þátttakendur taka þátt í umræðum um efni þeirra.

Athugið að ekki er gerð krafa um þekkingu eða reynslu í gerð stuttmynda, þátttakendur munu fá stuðning frá skipuleggjendum verkefnisins auk þess sem þátttakendur sem hafa reynslu munu aðstoða þá reynsluminni.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 25 ára og hafa gott vald á talaðri ensku. Æskilegt er að þátttakendur hafi áhuga á óformlegum kennsluháttum og að kynnast menningu annara þjóða.

Athugið að við leitum að hópstjóra fyrir þessi ungmennaskipti! Nánari upplýsingar um hlutverk hópstjóra er að finna í upplýsingaskjali ungmennaskiptana.

Þátttökulönd auk Íslands: Búlgaría, Eistland, Grikkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Aðstaða: Ungmennskiptin munu að mestu fara fram í Naturfreundehaus Thüringer Wald í Thuringian skóginum í Gießübel. Þátttakendur munu gista í svefnpokaplássum móttökumiðstöð í skóginum og munu vinna saman að matseld og þrifum á vistaverum á meðan verkefninu stendur.

Á meðan ungmennaskiptunum stendur verður þátttakendum m.a. boðið í gönguferðir um skóginn auk þess sem farið verður í skoðunarferð til borgarinnar Erfurt.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 420 Evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Hér er að finna nánari upplýsingar um ungmennaskiptin.

Hér er að finna umsóknareyðublað fyrir ungmennskipti.

Tekið er við umsóknum og fyrirspurnum á netfanginu outgoing@seeds.is.

 


"The Sea Around" - Petralia Sottana, Sicily, Italy - September 2-10, 2013

Deadline for application: Sunday, 25th August 2013 at midnight.

Theme/aim of the project: The project aims at creating a genuine European identity and awareness.

The Sea Around is a youth initiative (Youth in Action programme), elaborated by Pro Petralia “F.sco Tropea”   Association, taking place in Petralia Sottana: a little town of Sicily within a precious Natural Park of Sicily (Madonie Park) located about 100km from Palermo and 80km from Cefalù.

The project will involve 36 participants from six European countries.

The feeling of being part of a large common reality such as Europe is not as obvious as it seems, especially when you live in a country that is more isolated than the others, be it in the middle of the ocean or along the periphery of a particular geographical area.

The Sea Around project mainly aims at developing European awareness through promoting tolerance, fostering mutual understanding among people from different countries and cultures, and reflecting about the common issues (youth unemployment, emigration…) faced by countries which are in the same situation of geographical isolation and marginalization.

The programme includes practical activities (outdoor and creative) in which young people will work in small teams or all together, as well as workshops and circle meetings in which participants will have a the opportunity to express themselves on the value of tolerance and interculturality as a personal and social richness.

Besides, games, sightseeing and intercultural parties will contribute to building friendship among the participants.

At the end of the exchange, the participants will create a video and a newspaper showing the experience of the exchange. The project also allows each group to make a presentation on their own country in order to share about their culture, customs, traditions, music and food and to foster the value of the cultural diversity.

Participating countries: Iceland, UK, Finland, Portugal, Poland and Italy

Number and age of participants: 6 participants from each country aged 18-25. Please note that there is no maximum age limit for the leader.

Accommodation: Participants will sleep in a small hostel in center of the town, probably 4/5 people per room with bathroom ensuite.

Costs/expenses: SEEDS has been awarded a grant for the project from the Youth in Action program of the European Union, which will cover costs of board, lodging and 70% of the travel costs. 70% of the travel costs for the Youth Exchange will be refunded to the participants up to an amount of €670 (Euros) per participant.

Applicants selected to join the project need to pay an administrative and registration-fee of 20.000 kr. to SEEDS.  If you apply and are not selected, you do not need to pay anything!

This fee will not be refunded and can also not be reimbursed in case you have to cancel your trip.

You will find the application form under this link: http://www.seeds.is/files/SEEDS-umsoknarform.doc

For further information please contact Claire and Orlane at outgoing@seeds.is

 


"P.L.A.Y: Playing Laboratory for Active Youth" - Génébrières, Frakklandi 11. september - 2. október 2013

Umsóknarfrestur: Til miðnættis fimmtudaginn 29. ágúst 2013

Þema og markmið: Í þessum skemmtilegu ungmennaskiptum munu þátttakendur fá að leika sér í 3 vikur! Í verkefninu, sem hentar meðal annars vel þeim sem starfa með börnum og unglingum, verður fjallað um hina ýmsu leiki og spil og hvernig skipuleggja skuli viðburði þar sem fólk kemur saman og leikur sér og spilar. Þátttakendur munu meðal annars kynna leiki frá sínum eigin heimalöndum, læra leiki og spil frá öðrum löndum og vinna saman við að búa til nýtt spil sem ætlað er að brjóta niður tálma sem myndast geta m.a. vegna tungumálaörðuleika og mismunandi menningar. Þátttakendur munu einnig taka þátt í fjölbreyttum umræðum en m.a. verður fjallað um leiki og spil sem áhrifaríkt kennslutæki.

Á meðan ungmennaskiptunum stendur munu þátttakendur hitta, fara í leiki og spila við hina ýmsu einstaklinga sem búa á svæðinu, þar með talið börnum, unglingum, fullorðnum og öldruðum auk þess sem unnið verður með einstaklingum sem búa við líkamlega- og/eða andlega fötlun. Við lok ungmennaskiptanna munu þátttakendur taka virkan þátt í leikjahátíðinni „Let’s Play” en þar mun hver þjóð kynna leik eða spil frá heimalandi sínu auk þess sem allir þátttakendur munu fara í leiki og spil með hátíðargestum og kynna nýja spilið sem búinn var til í ungmennaskiptunum. Það er því óhætt að segja að þetta verði stórskemmtileg ungmennaskipti!

Skilyrði til þátttöku:  Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 25 ára og hafa gott vald á talaðri ensku. Athugið að mögulegt er að senda a.m.k. einn einstakling á aldrinum 25 - 30 ára til þátttöku í þessum ungmennaskiptum. Æskilegt er að þátttakendur hafi áhuga á óformlegum kennsluháttum og að taka þátt í verkefni þar sem stuðst er við slíka kennsluhætti.

Athugið að við leitum að hópstjóra fyrir þessi ungmennaskipti! Hópstjóri þarf að geta tekið þátt í undirbúningsheimsókn til Laguèpie í Frakklandi 27. – 30. ágúst næstkomandi. Í undirbúningsheimsókninni hittast hópstjórar landana fimm auk skipuleggjenda verkefnisins í Frakklandi og ræða ungmennaskiptin auk þess að fara m.a. yfir dagskrá þess og gera viðeigandi breytingar ef þröf er á. Hópstjóri fær allan ferðakostnað vegna undirbúningsheimsóknar endurgreiddan.

Þátttökulönd auk Íslands: Frakkland, Lettland, Tyrkland og Rúmenía.

Aðstaða: Ungmennaskiptin fara fram í bænum Génébrières sem er í um 15 km fjarlægð frá bænum Montauban. Bæjirnir eru staðsettir í Midi-Pyrénées héraðinu í suður Frakklandi sem liggur að landamærum norður Spánar. Þátttakendum verður raðað niður í herbergi í móttökumiðstöð sem staðsett er í skógi við Génébrières. Ætlast er til að þátttakendur taki höndum saman og hjálpist að við matseld, þrif o.s.fv. á meðan ungmennaskiptunum stendur.

Svæðið býður upp á marga möguleika til útivistar fyrir áhugasama þátttakendur en Midi-Pyrénées héraðið er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og hagstætt verðurfar enda það hérað Frakklands sem státar af hvað flestum sólardögum á ári. Á því tímabili sem ungmennaskiptin fara fram má gera ráð fyrir um 18°C – 25°C hita yfir daginn.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 1.420 Evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Hér er að finna umsóknareyðublað fyrir ungmennskipti.

Tekið er við ums&o

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters