Inspired by Iceland
Ungmennaskipti 2012

 

*Námskeið* Orahovica, Króatíu 8. - 16. nóvember 2012

Þessu verkefni er lokið.

Þema og markmið: Á námskeiðinu "Sport and outdoor activites for inclusion" verðu lögð áhersla á hvernig hægt er að nota íþróttir og útivist til að efla ungmenni sem hafa mætt mótlæti í lífinu vegna félagslegra aðstæðna eða veikinda. Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um hvernig hægt er að nota íþróttir sem kennslutæki og hvernig íþróttir og útivist geta sameinað einstaklinga með ólíkan bakgrunn. 

SEEDS mun senda tvo einstaklinga á námskeiðið fyrir hönd Íslands.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-30 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi). Við leitum að einstaklingum sem hafa áhuga íþróttum og útivist og hafa áhuga á að vinna með ungu fólki sem mætt hafa hindrunum í lífinu. Námskeiðið hentar meðal annars einstaklingum sem starfa á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Ítalía, Eistland, Grikkland, Króatía, Lettland, Tyrkland, Tékkland og Rúmenía.

Aðstaða: Námskeiðið mun fara fram í félagsheimili Rauða Krossins í Orahovica. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Hitastig í Orahovica í nóvember er um 0°C - 10°C og eru þátttakendur því beðnir um að taka með sér viðeigandi fatnað. Nauðsynlegt er að taka með sér góða gönguskó og hlýjan útivistarfatnað.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 385 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

*Námskeið* Linz, Austurríki 6. - 15. nóvember 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmiðÁ námskeiðinu "Let's be digital multipliers!" verður fjallað um hvernig hægt er að nýta samfélagsmiðla til að ná til ungs fólks. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að ná til þeirra sem ekki hafa aðgang að netmiðlum vegna félagslegra aðstæðna og sjá til þess að sá hópur fólks verði ekki útundan á tímum internetsins.

SEEDS mun senda tvo einstaklinga á námskeiðið fyrir hönd Íslands.

Skilyrði til þátttöku: Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 30 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að skapandi einstaklingum sem hafa áhuga á leiklist, dansi eða margmiðlun þar sem námskeiðið verður sett upp á listrænan hátt. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Austurríki, Búlgaría, Pólland, Spánn, Malta, Slóvakía, Tyrkland, Ítalía, Bretland, Eistland og Rúmenía.

Aðstaða: Gist verður á farfuglaheimilinu Linz Stanglhofweg. Upplýsingar um hostelið er að finna hér.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 490 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt. Að auki greiða þátttakendur þátttökugjald til námskeiðshaldara að upphæð 30 evrur.

 


 

*Námskeið* Balazuc, Rhône Ölpunum, Frakkalandi 23. - 30. september 2012

Þessu verkefni er lokið

http://www.flickr.com/photos/robalter/3617786543/Þema og markmið: "Learn Green" er námskeið sem ætlað er einstaklingum sem vinna með ungu fólki, meðal annars á sviði æskulýðs- og félagsmála. Námskeiðið er einnig ætlað starfsmönnum sjálfboðaliðasamtaka og sjálfboðaliðum sem eru virkir innan sinna samtaka. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á sjálfbærni, þátttakendur munu deila reynslu sinni og læra af öðrum hvernig hægt er að standa að námskeiðum og verkefnum á vistvænan máta. 

SEEDS munu senda 4 einstaklinga á námskeiðið fyrir hönd Íslands.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 30 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að umsækjendum sem starfa með ungu fólki eða eru virkir á sviði sjálfboðaliðavinnu. Æskilegt er að umsækjendur hafi áhuga á umhverfisvernd og vistvænum aðferðum. Þátttakendur þufa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Frakkland, Grikkland, Ítalía og Serbía.

Aðstaða: Námskeiðið mun fara fram Le Viel Audon miðstöðinni í bænum Balazuc. Þátttakendur munu gista í svefnpokaplássum í miðstöðinni.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 420 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Gießübel (Suhl), Þýskalandi 17. - 28. september 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Í leiklistarverkefninu "To be or not to be" verður lögð áhersla á hvernig hægt er að nota leikhús til að brúa bil á milli menningarheima. Þátttakendur munu sitja fyrirlestra og taka þátt í námskeiðum þar sem m.a. verður fjallað um sviðsframkomu, beytingu raddar á sviði og spunaleikhús. Þátttakendur munu kynna þjóðsögur frá sínum heimalöndum og fjalla um hvernig þær birtast á sviði leikhússins. 

Undir lok verkefnisins munu þátttakendur setja á svið leiksýningu fyrir bæjarbúa þar sem lögð verður áhersla á að skemmta yngstu kynslóðinni.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að umsækjendum sem hafa áhuga leiklist, leikhúsi og/eða þjóðsögum. Ekki er skilyrði að þátttakendur hafi reynslu af sviðsframkomu en þeir sem búa yfir slíkri reynslu munu fá tækifæri til að miðla þekkingu sinni. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku. 

Þátttökulönd auk Íslands: Búlgaría, Eistland, Litháen, Spánn, Tyrkland og Þýskaland.

Aðstaða: Verkefnið fer fram í bænum Gießübel sem stendur fyrir utan Suhl. Á svæðinu eru margar fallegar gönguleiðir sem áhugasamir þátttakendur geta nýtt sér auk þess sem farið verður í skoðunarferðir um svæðið. Þátttakendur munu gista í 4-6 manna herbergjum í Gießübel.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 420 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Botassart, Belgíu 3. - 15. september 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Í þessu verkefni verður lögð áhersla á útivist. Þátttakendur munu vinna að mismunandi verkefnum er varða koltvísýringslosun, mengun og vistspor mannsins. Þátttakendur munu vekja athygli almennings á umhverfisvernd með ýmsum hætti svo sem fræðslu, skrifum á bloggsíðu og fleira. Þátttakendur fá tækifæri til þess að reyna að minnka vistspor sín með því að minnka vatnsnotnkun, útbúa vindmyllur og nýta sólarhitann á praktískan hátt.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að umsækjendum sem hafa áhuga umhverfisvernd. Kostur en ekki skilyrði er ef umsækjendur hafa áhuga á þeim vísindum sem liggja að baki vindmyllugerð og sólarorku. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku. 

Við leitum einnig að hópstjóra fyrir ferðina. Hópstjóri mun fara í undirbúningsferð til Belgíu 22. – 24. ágúst til að kynna sér aðstæður. Einn þátttakandi getur farið með í undirbúningsheimsóknina og mun hann fá sömu endurgreiðslu og hópstjóri fyrir þá ferð.

Þátttökulönd auk Íslands: Belgía, Portúgal, Rúmenía og Svíþjóð

Aðstaða: Þátttakendur munu gista í Loryhan miðstöðinni. Myndir og nánari upplýsingar má finna hér (á frönsku).

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 440 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Hópstjóri (og einn þátttakendi) mun fá 100% ferðakostnaðar vegna undirbúningsferðar endurgreiddan, þó að hámarki 625 evrur.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Novelda (Alicante), Spáni 1. - 12. september 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og makrmið: Í verkefninu "Jump, Dance & Grow" munu þátttakendur sækja óformleg námskeið þar sem þeir verða kynntir fyrir Novelda af ungmennum frá svæðinu. Þátttakendur munu m.a. taka þátt í umræðum um hvernig ungt fólk getur haft áhrif á uppbyggingu og skipulagningu hverfa.
Að auki munu þátttakendur vinna með eldri borgurum á svæðinu með það að markmiði að brúa bil á milli kynslóða. 

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að umsækjendum sem hafa áhuga á málefnum ungs fólks og hvernig ungt fólk getur haft áhrif í samfélaginu. Við leitum einnig að hópstjóra fyrir ferðina. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku. 

Þátttökulönd auk Íslands: Grikkland, Ítalía og Spánn

Aðstaða: Bærinn Novelda er staðsettur í um 30 km fjarlægð frá borginni Alicante. Þátttakendur munu gista í El Casa - Casal de la Juventud sem er nútímaleg félagsmiðstöð í Novelda. Myndir og nánari upplýsingar má finna hér.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 560 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Hópstjóri mun fá 100% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 800 evrur.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Banská Štiavnica, Slóvakíu 1. - 9. September 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Þema verkefnisins "Change 4 Life" er heilbrigður lífstíll og hvernig hugur, líkami og umhverfi tvinnast saman í daglegu lífi. Þátttakendur munu taka þátt í umræðum og námskeiðum, meðal annars um næringu, íþróttir, útivist, andlega vellíðan og hvernig við tengjumst náttúrunni og umhverfi.
Þátttakendur munu einnig miðla menningu þjóða sinna og öðlast þekkingu á menningu annara landa.

Þátttakendur munu stunda mikla útivist. Farið verður í skoðunarferðir og göngur auk þess sem íþróttir verða stundaðar og farið verður í leiki sem hrista hópinn saman.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að umsækjendum sem hafa áhuga á íþróttum og útivist og vilja læra um heilbrigðan lífstíl og miðla reynslu sinni. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Við leitum einnig að hópstjóra fyrir ferðina. Hópstjóri mun fara í undirbúningsferð til Slóvakíu 17. – 19. ágúst til að kynna sér aðstæður.

Þátttökulönd auk Íslands: Belgía, Portúgal og Slóvakía

Aðstaða: Verkefnið fer fram í bænum Banská Štiavnica. Bærinn er fullkomlega varðveittur miðaldabær og er á heimsminjaskrá UNESCO. Gist verður í svefnpokaplássum á farfuglaheimilinu Scout House.

Kostnaður:  SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 420 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Hópstjóri mun fá 100% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 800 evrur.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Tórínó, Ítalíu 26. ágúst - 6. september 2012

Þessu verkefni er lokið

TurinÞema og markmið: Í verkefninu "Photography for the environment" verður sjónum beint að hinum ýmsu málefnum er varða umhverfið með áherslu á sjónræna miðla á borð við ljósmyndir og myndbönd. Meðal þema sem þátttakendur munu vinna með eru endurnýtanleg orka, sjálfbærni og endurvinnsla. Þátttakendur eru hvattir til að nota hugmyndaflugið og nálgast þemun á skapandi hátt. Í lok verkefnins verður opnuð sýning þar sem verk þátttakenda verða sýnd.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 - 25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að skapandi einstaklingum sem hafa áhuga á ljósmyndun og myndbandagerð auk þess að vera umhugað um umhverfið. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Frakkland, Grikkland, Ítalía, Pólland og Slóvenía.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista á hóteli sem sérstaklega er hannað fyrir móttöku hópa. Nánar upplýsingar má finna hér.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 660 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu. Þátttakendur greiða 20 evrur fyrir tryggingar á meðan verkefninu stendur.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 

 

Valga hérað, Eistlandi 22. ágúst – 2. september 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Þema verkefnisins er velferð dýra og dýravernd. Þátttakendur munu meðal annars taka þátt í umræðum um hin ýmsu málefni sem tengjast velferð dýra, heimsækja friðuð verndarsvæði dýra og eyða degi í dýraathvarfi og kynna sér starfsemina sem þar fer fram.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfaradegi). Við leitum að sannkölluðum dýravinum sem hafa áhuga á að kynna sér réttindi dýra í alþjóðlegu umhverfi. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Við leitum einnig að hópstjóra fyrir ferðina. Ekkert aldurstakmark er fyrir hópstjóra. Hópstjóri mun fara í undirbúningsferð til Eistlands 10. – 12. ágúst til að kynna sér aðstæður.

 

Þátttökulönd auk Íslands: Eistland, Ítalía, Spánn, Rúmenía, Slóvenía og Litháen.

Aðstaða: Gist verður í svefnpokaplássum.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 385 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.

Hópstjórar munu fá 100% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 550 evrur fyrir hvora ferð.

Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Palermo, Sikiley, Ítalíu 20. – 28. ágúst 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Í verkefninu „We are brothers, we are the future“ munu þátttakendur taka höndum saman og búa til myndbönd og annað kynningarefni sem fjalla um réttindi ungs fólks í Evrópu. Markmið verkefnisins er að virkja ungt fólk og vekja til umhugsunar um hvað það þýðir að vera virkur borgari innan Evrópu nútímans.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi). Við leitum að skapandi einstaklingum sem hafa áhuga á málefnum sem tengjast réttindum ungs fólks í Evrópu. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Frakkland, Ítalía, Litháen, Pólland og Ungverjaland.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista í svefnpokaplássum í heimavist.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 400 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu.
Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Troia, Ítalíu 5. – 13. ágúst 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Í "Theatre for a clean world" munu þátttakendur taka þátt í námskeiðum (e. workshops) hjá ítölskum leiklistarkennara sem mun aðstoða hópinn við að setja upp sýningu undir lok verkefnisins. Sýningin mun tengjast þema verkefnisins sem er hreinni heimur og sjálfbærni.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi). Við leitum að skapandi einstaklingum sem hafa áhuga á leiklist, leikhúsi og umhverfisvernd. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Búlgaría, Ítalía, Rúmenía og Tyrkland.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista í svefnpokaplássum í íþróttahúsi. Bærinn Troia er í Apúlía héraðinu á Ítalíu, í um 30 km fjarlægð frá borginni Foggia.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 525 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu. Þátttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Zetale, Slóveníu 1. – 8. ágúst 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Í verkefninu “World Is A Stage” verður lögð áhersla á málefni sem tengjast íbúum Evrópu, listum og menningu. Markmið verkefnisins er að efla ungt fólk með þátttöku í verkefnum sem tengjast meðal annars leiklist, íþróttum, tónlist, kvikmyndagerð og ljósmyndun.
Þátttakendur munu einnig taka þátt í hringborðsumræðum um ýmis málefni sem snerta ungt fólk í Evrópu.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi). Við leitum að skapandi einstaklingum sem hafa áhuga réttindum ungs fólks í Evrópu og vilja taka þátt í listrænum verkefnum. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Frakkland, Ítalía, Litháen, Pólland og Ungverjaland.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista í svefnpokaplássum. Verkefnið fer fram í sveitasælu í litlum bæ sem stendur við landamæri Slóveníu og Króatíu. Á svæðinu eru meðal annars fallegar gönguleiðir.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þáttakendur fá 70% ferðakostnaðar endurgreiddann, þó að hámarki 455 evrur, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu. Þáttakendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald til SEEDS sem er 20.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


  

Nasutów / Lublins, Póllandi 16. - 23. júlí 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmiðÞema verkefnisins "Give A Paw" er dýravernd og velferð dýra. Markmið þess er að vekja samfélagið til umhugsunar um hin ýmsu málefni sem tengjast velferð dýra. 

Námskeið og umræður verkefnisins munu tengjast hinum ýmsu málefnum sem tengjast þemanu, meðal annars verður fjallað um dýraverndunarsamtök, sjálfboðaliðavinnu í dýraathvörfum og þau ýmsu vandamál sem steðja að velferð dýra. Þátttakendur munu heimsækja dýraahvörf og kynnast dýrunum sem þar búa. Þeir munu einnig taka þátt í átaki í miðbæ Lublins þar sem þeir munu, í fylgd dýra frá dýraathvörfum, dreifa kynningarefni um dýravernd meðal vegfarenda. 

Skilyrði til þátttökuUmsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi). Við leitum að dýravinum sem treysta sér til að meðhöndla og vinna náið með hinum ýmsu dýrategundum. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Ítalía, Litháen, Pólland, Portúgal og Tékkland.

Aðstaða: Þáttakendur munu gista í Nasutów, litlu þorpi sem er staðsett í um 20 km fjarlægð frá borginni Lublin.

Kostnaður: Skipuleggjendur verkefnisins sjá um allan kostnað við fæði og húsnæði. Auk þess eru þátttakendur styrktir um 70% af útlögðum ferðakostnaði, þó að hámarki 455 evrur, sem greiðast eftir að verkefninu lýkur og kvittunum hefur verið skilað. Umsýslu- og þátttökugjald til SEEDS er 20.000 krónur og greiðist af þeim sem valdir verða til ferðarinnar. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 


 

Palermo, Sikiley, Ítalíu 23. júlí - 2. ágúst 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmiðVerkefnið miðar að því að virkja ungt fólk og vekja til umhugsunar um félagslega aðlögun með þátttöku í mismunandi verkefnum sem tengjast fjölmenningu, mannréttindum og menntun. 

Þátttakendur munu taka þátt í óformlegum námskeiðum sem miða að miðlun menningar, félagslegri aðlögun og fjölþjóðlegri menntun. Þeir munu starfa með ungum innflytjendum í Palermo og fjölskyldum þeirra og stuðla þannig að samvinnu og auknum tengslum fólks af ólíkum uppruna. Þátttakendur munu kynna hvernig félagslegri aðlögun er háttað á Íslandi og taka þátt í umræðum sem tengjast þemum verkefnisins.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi). Við leitum að umsækjendum sem eru skapandi og hafa áhuga á málefnum sem tengjast félagslegri aðlögun og mannréttindum. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Ítalía og Eistland.

Aðstaða: Þátttakendur munu dvelja í svefnpokaplássum í San Carlo miðstöðinni í Palermo sem rekin er af Caritas.  Þátttakendur þurfa að hafa svefnpoka með sér.

Kosnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins sem sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá ferðakostað, að hámarki 1.100 evrur, endurgreiddan eftir heimkomu. Þátttakendur sem valdir verða til ferðarinnar greiða umsýslu- og þátttökugjald til SEEDS að upphæð 30.000 krónur. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

  


 

Peniche, Portúgal 24. mars – 1. apríl 2012

Þessu verkefni er lokið


Þema og markmið: Þjóðsögur verða í brennidepli í þessu verkefni. Unnið verður út frá þjóðsögum með ýmsum skapandi hætti og mun óformlegum kennsluaðferðum verða beitt, sem leið til að hrista saman fólk af ólíkum menningarlegum uppruna. Þátttakendur munu fá tækifæri til að tjá sig með ýmsum hætti (s.s. margmiðlun, tónlist o.fl.) og kynna þjóðsögur sinna landa. Verkefninu lýkur með sýningu þar sem kynntur verður afrakstur þess.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi) og vera áhugasamur um bókmenntir og listir. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Ítalía, Malta og Slóvenía.

Aðstaða: Gist verður á farfuglaheimili í bænum og fer dagskrá verkefnisins einnig fram þar. Þátttakendur þurfa að hafa svefnpoka með sér.

Kostnaður: Skipuleggjendur verkefnisins sjá um allan kostnað við fæði og húsnæði. Auk þess eru þátttakendur styrktir um 70% af útlögðum ferðakostnaði, þó að hámarki 420 evrur, sem greiðast eftir að verkefninu lýkur og kvittunum hefur verið skilað. Umsýslu- og þátttökugjald til SEEDS er 20.000 krónur og greiðist af þeim sem valdir verða til ferðarinnar. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.
 



Písa, Ítalíu 20.-27. mars 2012

Þessu verkefni er lokið

Þema og markmið: Verkefnið ætti að höfða sérstaklega til íþróttaáhugafólks því það gengur m.a. annars út á hvernig nota má íþróttir sem tæki til að hrista saman ungt fólk af ólíkum uppruna og efla félagslega vitund þess. Lögð verður áhersla á  mikilvægi þess að temja sér heilbrigt líferni, leggja stund á íþróttir og huga að umhverfis- og náttúruvernd.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi), vera áhugasamur um umhverfis- og félagsmál og hafa gott vald á ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Grikkland, Tyrkland, Tékkland, Ítalía og Spánn.

Aðstaða: Gist verður á farfuglaheimili í miðbæ Pisa.

Kostnaður: Skipuleggjendur verkefnisins sjá um allan kostnað við fæði og húsnæði. Auk þess eru þátttakendur styrktir um 70% af útlögðum ferðakostnaði, þó að hámarki 315 evrur, sem greiðast eftir að verkefninu lýkur og kvittunum hefur verið skilað. Umsýslu- og þátttökugjald til SEEDS er 20.000 krónur og greiðist af þeim sem valdir verða til ferðarinnar. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

 

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters