Inspired by Iceland
dalvik.is - SEEDS sjálfboðaliðar í Dalvíkurbyggð
02.08.2006

Sextán sjálfboðaliðar SEEDS samtakanna eru væntanlegir til Dalvíkurbyggðar í dag en þeir munu dvelja hér við sjálfboðastörf í kringum Fiskidaginn mikla.

Sjálfboðaliðarnir koma til með að gista í Gimli, félagsheimili Skátafélagsins hér í Dalvíkurbyggð og munu vinna fyrir, eftir og meðan á Fiskidegi stendur við alls konar verkefni.

SEEDS vinnur að því að auka virðingu fyrir menningarlegum fjölbreytileika, gagnkvæmum skilningi og umhverfisvernd með verkefnum sem efla, hvetja og hjálpa fólki af öllum aldri, frá öllum menningarheimum og með allskonar bakgrunn að mynda sér skoðanir og taka afstöðu um okkar hlutverk í þróunn á heiminum í átt að friði, umburðarlyndi, stöðuleika og þekkingaöflum úr mismunandi menningarheimum.

SEE beyonD borderS, reynir að bjóðu uppá góð verkefni fyrir fólk af mismunandi uppruna til að lifa, læra, eignast reynslu og vinna saman. Heimasíða samtakana er www.seedsiceland.org

dalvik.is - SEEDS sjálfboðaliðar í Dalvíkurbyggð
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters