Inspired by Iceland
Reykjavikmag - Sjálfboðaliðar sem sjá lengra
01.08.2006

Samtökin SEEDS voru stofnuð hér á landi á síðasta ári en sextán liðtækir sjálfboðaliðar á þeirra vegum hafa veitt liðsinni sitt á Menningarnótt. Nafn samtakanna er fengið úr skammstöfun orðanna „See without borders“ og í þeim orðum felst eitt markmiða félagsins – að auka víðsýni og skilning fólks á samfélögum hvers annars.

Einn af stofendum samtakanna, Oscar-Mauricio Uscategui, útskýrir að þau séu hluti af alþjóðlegu samstarfi hliðstæðra félaga sem bjóða upp á óformlega kennslu og fræðandi starf fyrir ungt fólk. Á vegum samtakanna eru nú starfrækt fj órtán mismunandi verkefni í vinnubúðum víðs vegar um landið þar sem erlendir sjálfboðaliðar vinna mismunandi störf. Eitt verkefnanna er tengt Menningarnótt en þar starfa sjálfboðaliðar frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu.

HJÁLPARHENDUR HEIMSINS

Markmið starfsins er að efl a fj ölmenningu og auka skilning fólks á mismunandi menningarheimum auk þess að vinna að umhverfi svernd með störfum sem efl a og hjálpa fólki af öllum aldurshópum og uppruna. SEEDS sér þannig áhugasömum þátttakendum fyrir tækifærum og möguleika til þess að læra, upplifa og vinna saman. Á þessu ári starfa sjálfboðaliðar frá 25 löndum hérlendis. „Við fáum fólk alls staðar að úr heiminum. Flestir sjálfboðaliðanna eru á aldursbilinu 20-30 ára en nokkrir eru eldri. Um 70 prósent þeirra koma frá Evrópulöndunum, “segir Oscar. „Ég kom til Íslands árið 2002, ég átti íslenskan vin og hélt áfram að heimsækja landið næstu sumur allt þar til við stofnuðum samtökin í fyrra. Okkar helsta markmið er að efl a fj ölmenningarlegan skilning gegnum vinnu sem snýr að náttúru- og umhverfi svernd. “ Þess vegna eru vinnubúðirnar dreifðar um allt land. En SEEDS kemur einnig að annars konar verkefnum. „Við tókum til dæmis þátt í því að skipuleggja Fiskidaginn á Dalvík, sem er hliðstætt verkefni og Menningarnótt. Við hjálpum skipuleggjendunum þegar þeir þurfa þess með.“

AÐ SKILJA MENNINGUNA

Tíu sjálfboðaliðar hafa dvalið langdvölum hér á landi þetta árið, þeir búa hér í sex til átta mánuði en um 160 sjálfboðaliðar dvelja hér í 2-3 vikur. Jérémie Jung hefur verið hér síðan í apríl en hann fer fyrir hópnum sem vinnur fyrir Menningar nótt en hann kom hingað til lands fyrir tilstuðlan Evrópuráðsins sem styrkir starf samtakanna. Jérémie er frá Frakklandi og kom ítveggja vikna ferð hingað til lands í fyrra. „Mig langaði að sjá meira af Íslandi og kynnast samfélaginu hérna betur. Ég gerðist sjálfboðaliði hjá SEEDS til að vinna með Íslendingum. Þetta er góð leið til þess að kynnast menningunni og lífsháttunum hér. Maður skilur og lærir allt annað en ef maður heimsækir landið sem ferðamaður og kemur aðeins á ferðamannastaðina, “segir Jérémie sem býr í Reykjavík núna en hefur verið á faraldsfæti milli vinnubúða í sumar og meðal annars dvalið á Suðureyri, í Þórsmörk og á Kópaskeri.

AÐ SKIPULEGGJA VIÐBURÐI

Hópurinn hefur hjálpað skipuleggjendumMenningarnætur með ýmislegt. „Við skreytum bíla og hús, smíðum svið og hjálpum til með búnað. Við vinnum líka sem ljósa- og hljóðmenn á sviðunum. Það er líka heilmikið skrifræði í kringum þetta og við hjálpum til við upplýsingamiðlun og leiðbeinum fólki,“ segir Jérémie sem er viss um að sjálfboðaliðarnir skemmta sér vel í Reykjavík. „Þetta er góður hópur, einn besti hópurinn sem ég hef verið í forsvari fyrir. Í staðinn hefur borgin milligöngu um ýmiss konar afþreyingu fyrir okkur, skipuleggur ferðir og veitir frían aðgang í sund og á söfn. Mér fi nnast það góð skipti. Við erum mjög ánægð. “ Jérémie segir að hann hafi lært margt nýtt af veru sinni hér og af starfi nu með SEEDS. „Landslagið hér er til dæmisallt öðruvísi en í Frakklandi. Mér fi nnst líka næturlífi ð hér í Reykjavík mjög skondið, næturnar um helgar eru allt öðruvísi en á virkum dögum. Á virkum dögum eru Íslendingar mjög hljóðir og feimnir en um helgar eru þeir mjög hamingjusamir. Mér fi nnst þetta alveg eins og landslagið, fullt af andstæðum alls staðar og fólkið er alveg eins, “ segir hann og hlær.

 

Reykjavikmag - Sjálfboðaliðar sem sjá lengra
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters