Inspired by Iceland
Fréttablaðið - Myndlistarsýning í Ráðhúsinu Reykjavík séð með gestsauga
06.08.2008

 

 

MENNING Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS standa fyrir ljósmyndasýningu sem hófst í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur.


Um 40 manna hópur á vegum samtakanna hefur haldið til hér á landi í tvær vikur og unnið að verkefninu sem kallast Photo Marathon. Tuttugu myndir þessara ljósmyndara, sem koma frá hinum ýmsu löndum, eru á sýningunni. „Ég er afar ánægður með afraksturinn,“ segir Henrique Pedrero sem hafði umsjón með verkefninu. „Öll verkefni SEEDS eru tengd umhverfismálum og í þessu verkefni tóku ljósmyndararnir ýmsa vinkla á það mál hér í Reykjavík og nágrenni.“ Fjöldi annarra hópa er nú að störfum við hin ýmsu umhverfismál hér á landi.
- jse
 

Fréttablaðið - Myndlistarsýning í Ráðhúsinu Reykjavík séð með gestsauga
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters