Inspired by Iceland
Fréttablaðið - Sjálfboðaliðar á leið um landið
29.07.2010

Hópur sjö erlendra sjálfboðaliða á vegum SEEDS og Hjólafærni mun næstu daga hjóla á Suðurlandsundirlendinu.

Hópurinn mun hafa viðkomu og nokkra daga dvöl í Hveragerði, Þorlákshöfn og Eyrarbakka til þess að ræða við íþrótta- og tómstundafulltrúa og aðra áhugasama til þess að setja upp um það bil tíu kílómetra hjólahring í nágrenninu.

Á meðan hópurinn dvelur á hverjum stað geta íbúar og aðrir komið og fengið hjólin sín ástandsskoðuð af dr. Bæk og aðstoð við að lagfæra minni háttar vankanta á hjólinu. Ferðinni lýkur svo í Alviðru, umhverfis- og fræðslusetri Landverndar 6. ágúst þar sem hópurinn mun sinna umhverfisverkefnum í landi Landverndar.
 

Fréttablaðið - Sjálfboðaliðar á leið um landið
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters