Inspired by Iceland
Fréttablaðið - Fundu flöskuskeyti í Viðey
26.08.2010

Átta erlendir sjálfboðaliðar frá SEEDS-samtökunum, sem eru með bækistöðvar í Reykjavík, fundu flöskuskeyti í Viðey á dögunum er þeir unnu við hreinsun strandlengjunnar. Skeytið var frá krökkum í leikskólanum Brekkuborg og var sent 25. júní síðastliðinn þegar þeir voru í fjöruferð við Geldinganes.

Í skeytinu segir: « Hæ hæ, við erum nokkrir hressir krakkar á leikskólanum Brekkuborg í Reykjavík. Við erum öll í skólahóp og erum 5-6 ára. Fimmtudaginn 25. júní skruppum við í fjöruferð. Ferðin var haldin að Geldinganesi. Þaðan sendum við skeytið. Við eyddum morgninum í að leika okkur og veiða með háfi. Veðrið var frábært, sólskin og í kringum 17°. Þegar þú finnur þetta væri gaman að heyra frá þér.Bestu kveðjur, Tinna Mjöll 5 ára, Kjartan Snær 5 ára, Aldís Dröfn 6 ára, Aþena Rós 5 ára, Olivía 6 ára, Brynjar Ingi 5 ára, Silja 5 ára, Gabríel Máni 5 ára, Aleyna Júlía 5 ára, Gabríel 6 ára, Aþena Ásta 6 ára, Birgir Sveinn 5 ára, Ragnar 5 ára og Bríet 6 ára. »

SEEDS-sjálfboðaliðarnir koma frá Englandi, Þýskalandi, Tékklandi og Serbíu. Þeir munu halda áfram að hreinsa strandlengjuna og sinna umhverfismálum ásamt því að undirbúa uppskeruhátíð Viðeyjar, Töðugjöld, sem verður haldin á sunnudaginn.
 

Fréttablaðið - Fundu flöskuskeyti í Viðey
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters