Inspired by Iceland
Morgunblaðið - Mikill árangur í eilífðarverkefninu
19.09.2011

„Við sjáum verulegan árangur af starfi síðustu daga. Hér hafa ungir sem aldnir tekið rösklega til hendi og við höfum safnað tugum tonna af rusli. Samt er mikið ógert enn hér í hrauninu og í raun er þetta eilífðarverkefni,“ segir Reynir Ingibjartsson, stjórnarmaður í Hraunavinum.

Hraunin sunnan og vestan við Straumsvík eru nú að öðlast nýjan svip eftir rækilega tiltekt þar síðustu daga. Á föstudag unnu nemendur þriggja grunnskóla í suðurbæ Hafnarfjarðar að hreinsunarstarfi sem og fólk úr sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS en þau vinna að umhverfismálum víða um heim. Ýmsir áhugasamir í Hafnarfirði lögðu málinu lið á laugardag og hið sama gerðu endurvinnslufyrirtæki sem starfa í bænum. „Við erum ánægð með árangurinn,“ segir Reynir og bætir við að mikið sé ógert enn og því tilvalið fyrir ýmiss konar klúbba sem vilja bæta nærsamfélagið svonefnda að láta til sín taka í hraunum eða hvarvetna þar sem þörf er á.

„Sagt er að lengi taki sjórinn við og sama hefur þótt gilda um hraunin; að endalaust megi henda rusli í gryfjur og sprungur. En vonandi er sá hugsunarháttur að breytast,“segir Reynir. sbs@mbl.is
 

Morgunblaðið - Mikill árangur í eilífðarverkefninu
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters