Inspired by Iceland
hunathing.is - Sunnudagsganga með sjálfboðaliðum
16.07.2006

Þessa dagana er hópur erlendra sjálfboðaliða að störfum á Hvammstanga. Útlendingarnir vildu ólmir komast út í náttúruna í skoðunarferð. Að því tilefni var ákveðið að skella sér í gönguferð.

Undirritaður fór með hópinn frá grunnskólanum á Hvammstanga og var stefnan tekin á vatnsnesfjall. Við gengum stíginn norðan við Syðri Hvammsá og fórum upp að tjaldstæði. Stutt stopp var gert við mylluna og svo var haldið áfram upp með ánni.

Stoppað var í Skógarmannsgili en á leiðinni þurfti að stikla nokkrum sinnum yfir ána. Svo var farið upp á brún og stefnan tekin til norðurs.

Því næst var farið niður með Draugagili og fylgdum við svo Ytri Hvammsá til byggða. Þessir hressu ferðafélagar voru ánægðir með það sem fyrir augu bar og komu sáttir aftur til baka.

Eyþór Kári Eðvaldsson fréttaritari.

hunathing.is - Sunnudagsganga með sjálfboðaliðum
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters