Inspired by Iceland
Geðhjálp - Úr félagsstarfi Geðhjálpar
04.10.2011

Félagsstarf Geðhjálpar er fjölbreytt eins og sjá má af þessum myndum sem teknar hafa verið á þessu ári.

Geðhjálp hefur tekið að sér sjálfboðaliða í vetur frá samtökunum Alþjóðleg ungmennaskipti. Monika Danielewicz frá Póllandi mun starfa með Geðhjálp fram í ágúst á næsta ári. Hún hefur unnið með Ingibjörgu í eldhúsinu og tekið á móti gestum, enda vill hún læra íslensku sem fyrst.

2. Stjórn félagsins hittist á starfsdegi í september til þess að ræða starfið og marka félaginu stefnu fyrir veturinn.

3. Starfsmenn félagsins leggja sitt af mörkum til stefnu mótunar og sækja starfsdag með stjórn. Framlag þeirra er skilgreint þannig: „Ráðgjafar skulu safna saman upplýsingum, ópersónugreinanlegum, sem nýtast framkvæmdastjóra og stjórn við hagsmunabaráttu og stefnumótun félagsins. Samhliða því skulu ráðgjafar safna upplýsingum um þjónustu opinberra aðila og setja fram hugmyndir að úrbótum.”

4. Geðhjálp hélt upp á Menningarnótt Reykjavíkurborgar 20. ágúst 2011 með Klúbbnum Geysi. Ákveðið var að hafa opið hús að Túngötu 7 undir yfirskriftinni Gakktu í bæinn“. Vöfflur og kaffi biðu gesta.

5. Guðmundur B. Hersir opnaði myndlistarsýningu í húsi Geð hjálpar á Menningarnótt. Guðmundur, sem hefur verið virkur félagi í Geðhjálp um árabil, stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1978-1979 en varð frá að hverfa. Hann hefur síðustu ár ræktað hæfileika sína með því sem lagt var upp með.

6. Hópur frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS hafði aðsetur á Túngötu 7 í sumar eins og í fyrrasumar og glöddu gesti með ýmsum ferðum og uppákomum. Samtökin taka við um 800 sjálfboðaliðum á ári í verkefni sem tengjast umhverfismálum, menningu eða félagsmálum. Hópurinn setti alþjóðlegan blæ á Túngötu meðan á dvöl hans stóð enda frá ýmsum löndum, þar á meðal frá Finnlandi, Spáni og Englandi.

7. Geðhjálp er eina lýðræðislega kjörna félagið á landinu sem sinner geðheilbrigðismálum og berst fyrir réttindum geðsjúkra. Félagsfundur var haldinn 23. september undir yfir skriftinni Geðhjálp á vetur setjandi. Rætt var um stefnu núverandi stjórnar og starfið fram undan í húsi
félagsins að Túngötu. Félagið hefur fengið tvö kauptilboð í húsið en meirihluti stjórnar hafnað báðum.
 

 

Geðhjálp - Úr félagsstarfi Geðhjálpar
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters