Inspired by Iceland
Fréttablaðið - Fáninn minnir á ár sjálfboðaliðans
06.10.2011

Í tilefni af ári sjálfboðaliðans standa meðlimir Alliance, alþjóðlegra regnhlífarsamtaka um sjálfboðaþjónustu, fyrir farandfána sem gengur milli 38 sjálfboðaliðasamtaka í 26 mismunandi löndum í Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku. Þetta er gert til þess að fagna framlagi sjálfboðaliðaþjónustu samfélaga, hópa fólks og einstaklinga.

Undanfarið hafa sjálfboðaliðasamtökin SEEDS verið með fánann og tekið þátt í ýmsum verkefnum. Til dæmis var fáninn á lofti á degi án ofbeldis 2. október. Þá gáfu SEEDS-sjálfboðaliðar heitt kakó og aðstoðuðu við skipulagningu þegar fjöldi fólks kom saman til að mynda mannlegt friðarmerki með blysum.

Fáninn var sendur af stað frá Jerevan í Armeníu í mars og mun ferðast til landa sem eru meðlimir Alliance í Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku. Frá Íslandi mun fáninn fara til Tyrklands en ferðinni lýkur í Bretlandi í nóvember.

SEEDS leggur áherslu á þá miklu vinnu sem sjálfboðaliðar samtakanna leggja til hér á landi en samtökin taka á móti um 1.000 manns frá ýmsum löndum í 100 mismunandi verkefni víðs vegar um landið sem öll snúast um umhverfis-eða menningarmál á einn eða annan hátt. Þeim sem vilja kynna sér betur sjálfboðaverkefni SEEDS er bent á heimasíðuna www.seeds.is.

Fréttablaðið - Fáninn minnir á ár sjálfboðaliðans
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters