Inspired by Iceland
bb.is - Vilja fá SEEDS-liða í heimsókn
03.04.2009

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að fá 10 sjálfboðaliða SEEDS í umhverfisverkefni í Strandabyggð í sumar. Um er að ræða átta manns auk tveggja verkstjóra.

Verkefnið sem um ræðir er viðhald á göngustígum í Kálfanesborgum. Sótt verður um að hópurinn starfi að verkefninu 8.-19. júní, undir leiðsögn verkstjóra sinna. Einn starfsmaður eða tengiliður verður frá sveitarfélaginu og hefur hann yfirumsjón með vinnunni, stýrir verkefninu og sér um að útvega verkfæri og efni til vinnunnar. Ætlast er til að sveitarfélagið tryggi þeim einhverja afþreyingu í frístundum, og leggjum við til að hópurinn fengi frítt í sund og í líkamsrækt, auk ákveðins tíma í íþróttasal. Það er einnig mikilvægt þar sem ekki er baðaðstaða í skólanum.

Þá yrði skipulagt stutt ferðalag um nágrennið með þeim um helgina sem þau verða hér, eða leitað væri eftir einhverri afþreyingu hjá heimamönnum s.s. sjóferð eða hestaferð. SEEDS, (See beyond borders), sem eru alþjóðleg samtök sem vilja stuðla að auknum skilningi fólks á náttúru og umhverfi og samskiptum ólíkra þjóða og menningar. Hópurinn hefur unnið að ýmsum verkefnum, meðal annars við að gera göngustíga og varðveislu minja.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=130366

bb.is - Vilja fá SEEDS-liða í heimsókn
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters