Inspired by Iceland
betriborg.is - Taka til hendinni fyrir Menningarnótt
13.08.2008

 

Hópur ungs fólks frá SEEDS (SEE beyonD borderS) hóf í morgun störf hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.

Í hópnum eru fimmtán ungmenni frá Evrópu og eru þau sjálfboðaliðar í þágu Reykjavíkur næstu tvær vikurnar. Kraftar þeirra eru vel þegnir enda í mörg horn að líta við að halda borginni hreinni og einnig munu þau koma inn í verkefni sem ljúka þarf fyrir menningarnótt. Einar Guðmannsson hjá Framkvæma- og eignasviði heldur utan um verkefni hópsins. Hann stóð í morgun fyrir stuttri kynningu fyrir hópinn á starfsemi sviðsins og síðan fóru þrír íslenskir flokksstjórar frá þjónustu- og hverfamiðstöð með þátttakendur í stutta skoðunarferð um borgina. Meðal annars var gert stutt stopp við Höfða og þar var meðfylgjandi mynd tekin.

Eftir hádegi bíða síðan fyrstu verkefnin þeirra. SEEDS, SEE beyonD borderS, eru íslensk samtök óháð stjórnvöldum, rekin án hagnaðarsjónarmiða, eins og segir á heimasíðu SEEDS (www.seedsiceland.org). Aðalhlutverk Seeds er að stuðla að menningarlegum skilningi í gegnum vinnu tengda umhverfismálum. Í september kemur annar hópur á vegum samtakanna til landsins.

 

betriborg.is - Taka til hendinni fyrir Menningarnótt
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters