Inspired by Iceland
bb.is - SEEDS lætur gott af sér leiða á Bíldudal
06.06.2008

Hópur sjálfboðaliða hefur verið að störfum á Bíldudal síðustu daga á vegum SEEDS, (See beyond borders), sem eru alþjóðleg samtök sem vilja stuðla að auknum skilningi fólks á náttúru og umhverfi og samskiptum ólíkra þjóða og menningar.

Hópurinn hefur unnið að ýmsum verkefnum, meðal annars við að gera göngustíga í skógræktinni fram í dal. "Svæðið er afar fallegt og má með sanni segja að þarna leynist náttúruperla sem vert er að skoða. Nú er búið að leggja stíg að Seljalandsfossi og laga aðra stíga sem liggja í gegnum skógin. Tilvalið er að fá sér gönguferð þarna og njóta óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar", segir á bildudalur.is.

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=116782

bb.is - SEEDS lætur gott af sér leiða á Bíldudal
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters