Inspired by Iceland
LÆF pósturinn - Landssamband Æskulýðsfélaga
26.06.2006

Sambandsþing Landssambands æskulýðsfélaga var haldið nú fyrir skemmstu í kjallara Hins Hússins, þar sem Landssamband æskulýðsfélaga hefur aðstöðu.

Fundargerð í heild sinni verður hægt að finna á heimasíðu Landssambands æskulýðsfélaga von bráðar en það sem kannski helst stóð upp úr var inntaka nýrra félaga. Nýju félögin sem fengu inngöngu voru Samfés, Samtök félagsmiðstöðva, Aiesec, alþjóðleg nemendasamtök og SEEDS, See beyond borders.

Eru þessi samtök boðin hjartanlega velkomin í sambandið. Einnig voru samþykktar margar lagabreytingartillögur og er þar kannski helst að nefna fækkun deilda úr sjö niður í sex og breytingar á stjórnarfyrirkomulagi. Framkvæmdavaldi sambandsins var tvískipt, annars vegar í sambandsstjórn sem í eiga sæti 12 fulltrúar, 2 frá hverri deild og svo framkvæmdastjórn sem er skipuð 6 fulltrúum sambandsstjórnar, einum úr hverri deild sambandsins.

LÆF pósturinn - Landssamband Æskulýðsfélaga
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters