Inspired by Iceland
Reykjavík.is - SEEDS Sjálfboðaliðar í Reykjavík
17.08.2007

Alþjóðlegir sjálfboðaliðar frá SEEDS, SEE beyonD borders, eru nú staddir í Reykjavík til að aðstoða við þrjár stærstu hátíðar landsins, Hinsegin Daga, Reykjavíkur Maraþon og Menningarnótt. Hópurinn saman stendur af 17 þátttakendum frá 9 mismunandi löndum, Tékklandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Slóveníu, Kóreu, Spáni og Bretlandi.

Þátttakendurnir munu dvelja í Reykjavík í tvær vikur og aðstoða við framkvæmd hátíðanna en einnig leggja þau framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar lið með vinnu á almenningssvæðum borgarinnar.

SEEDS eru íslensk sjálfboðaliðasamtök sem skipuleggja alþjóðlega sjálfboðaþjónustu á umhverfis-, náttúru- og menningartengdum þáttum sem sumir hverjir tengjast beint hátíðum, menningarviðburðum eða íþróttasamkomum. Í sumar hefur SEEDS hefur skipulagt 25 verkefni um allt Ísland þar sem meira en 300 sjálfboðaliðar hafa tekið þátt frá 32 mismunandi löndum. SEEDS gefur einnig íslenskum sjálfboðaliðum tækifæri til að taka þátt í alls kyns verkefnum í um 70 mismunandi löndum. Frekari upplýsingar má finna á:

 

Reykjavík.is - SEEDS Sjálfboðaliðar í Reykjavík
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters