Inspired by Iceland
bb.is - Erlendir sjálfboðaliðar taka til hendinni á Suðureyri
18.05.2006

Vinnuhópur frá samtökunum Seeds-Iceland er væntanlegur til Suðureyrar 22. maí nk. til að vinna að almennum umhverfismálum í þorpinu.

Um er að ræða tveggja vikna sjálfboðavinnu og koma 14 manns frá mismunandi löndum, m.a. frá Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi og Spáni. Hópurinn mun taka að sér ýmis verkefni s.s garðyrkjustörf, málningarvinnu, gróðursetningu plantna og hreinsun umhverfisins. Þegar er búið að skipuleggja þónokkur verkefni fyrir hópinn en enn eru lausir tímar og geta einstaklingar, félagasamtök og eigendur fyrirtækja á Suðureyri fengið hópinn til að aðstoða sig við ýmis verkefni.

Sjálfboðaliðarnir bera sjálfir allan kostnað af komu sinni til Suðureyrar en fá frítt fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur. Umhverfisnefnd Ísafjarðabæjar úthlutaði 250.000 króna styrk til verkefnisins. Þeir sem vilja fræðast meira um SEEDS-Iceland geta heimsótt heimasíðu samtakanna á slóðinni www.seedsiceland.org.

bb.is - Erlendir sjálfboðaliðar taka til hendinni á Suðureyri
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters