Inspired by Iceland
talknafjordur.is - Sjálfboðaliðar á Tálknafirði
16.07.2007

Þessa dagana er sjö manna sjálfboðaliðahópur að störfum í Tálknafirði á vegum SEEDS, SEE beyonD borderS sem eru alþjóðleg samtök sem vilja stuðla að auknum skilningi fólks á náttúru og umhverfi og samskiptum ólíkra þjóða og menningar.

Í hópnum er fólk frá Ástralíu, Ítalíu, Þýskalandi, Belgíu og Tékklandi og hafa sinnt ýmsum verkefnum hér í Tálknafirði. Þau hafa aðstoðað Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur hjá Villimey við að tína jurtir til að nota í kremin hjá henni, þau löguðu stíginn í gegnum skógræktina fyrir ofan tjaldstæðið á Tálknafirði og skemmtu börnunum á leikskólanum Vindheimum.

Á föstudaginn gengu þau svo yfir Tunguheiði milli Tálknafjarðar og Bíldudals og reistu við stikur og bættu við þar sem vantaði á leiðinni. Tálknafjarðarhreppur sér um móttöku og umsjón með hópnum og störfum þeirra ásamt Villimey ehf og Tálknabyggð ehf. Myndin er tekin þegar þau voru að leggja af stað frá Tálknafirði. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu SEEDS á Íslandi www.SeedsIceland.org.

 

talknafjordur.is - Sjálfboðaliðar á Tálknafirði
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters