Inspired by Iceland
Suðureyri.is - Sjálboðaliðar bjóða hjálparhönd á Suðureyri
23.04.2006

Í lok maí er væntanlegur vinnuhópur frá SEEDS-Iceland til Suðureyrar til að vinna í sjálfboðavinnu að almennum umhverfismálum í sjávarþorpinu í tvær vikur. Um er að ræða allt að sextán manns á aldrinum 24-26 ára frá mismunandi þjóðlöndum.

Tíu enskumælandi einstaklingar hafa nú þegar skráð sig í vinnuhópinn en þeir einstaklingar koma frá Frakklandi, Slovakíu, Finnlandi, Póllandi,Tékklandi og Spáni. Verkefni sem hópurinn tekur að sér eru af ýmsum toga eins og til dæmis málningarvinna, garðyrkjustörf, gróðursetning plantna og almenn hreinsun umhverfisins. Búið er að skipuleggja nokkur verkefni fyrir hópinn en enn er laus tími hjá hópnum.

Eru því íbúar, félagasamtök og eigendur fyrirtækja á Suðureyri hvattir til að nota það tækifærið og fá sjálfboðaliða til að aðstoða sig við þau verkefni sem gott væri að fá hjálparhönd við. SEEDS eru félagasamtök ungs fólks sem vill ferðast um heiminn á þann veg að þau bjóðast til að vinna í sjálfboðavinnu á viðkomandi stöðum þar sem sett eru upp verkefni fyrir hópinn. Þau bera sjálf allan kostnað af komu sinni til Suðureyrar en þau fá frítt fæði og húsnæði meðan á verkefninu stendur. Nánari upplýsingar um Seeds-Iceland er að finna á vefsíðu þeirra www.seedsiceland.org.

Suðureyri.is - Sjálboðaliðar bjóða hjálparhönd á Suðureyri
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters