Inspired by Iceland
BB.is: Sjálfboðaliðar hjálpa til á Suðureyri
03.06.2006

Hópur sjálfboðaliða á vegum samtakanna Seeds Iceland hefur dvalið á Suðureyri undanfarna daga. Sjálfboðaliðarnir munu dvelja fram á nk. mánudag en þau hafa unnið að almennum umhverfismálum í þorpinu. „Þau eru búin að vera gera eitt og annað. Ekki eins mikið og við vildum samt því veðrið er búið að vera stríða okkur og það hefur rignt mikið. En þau eru búin að vera mála, gróðursetja og í skógrækt. Það hafa það gott og það fer vel um þau“, segir Elías Guðmundsson sem hýsir hópinn. Í hópnum eru 14 einstaklingar frá mismunandi löndum, m.a. Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi og Spáni. Sjálfboðaliðarnir bera sjálfir allan kostnað af komu sinni til Suðureyrar en fá frítt fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur. Umhverfisnefnd Ísafjarðabæjar úthlutaði 250.000 króna styrk til verkefnisins.

Þeir sem vilja fræðast meira um Seeds-Iceland geta heimsótt heimasíðu samtakanna á slóðinni www.seeds.is

Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: Sjálfboðaliðar hjálpa til á Suðureyri
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters