Inspired by Iceland
BB.is: Sjálfboðaliðar farnir til síns heima
05.06.2007

Hópur sjálfboðaliða sem dvaldi á Bíldudal í síðustu viku hefur nú snúið til síns heima. Sjálfboðaliðarnir, um 20 manns, komu til Íslands á vegum samtaka sem nefnast See beyond borders eða SEEDS. Hópurinn, sem samanstendur af fólki frá Kanada, Bandaríkjunum, Belgíu, Englandi, Frakklandi, Ungverjalandi, Ástralíu, Ítalíu, Hollandi, Tékklandi, Portúgal, Slóveníu og Póllandi, vann að ýmsum verkefnum meðan á dvölinni stóð. Sérstakt verkefni var t.d. unnið um trjágróður á Bíldudal, og var niðurstaða hópsins sú að trén á svæðinu eru í góðu ástandi, en lauftré henti umhverfi þorpsins betur en barrtré. Einnig var unnin skýrsla þar sem gerð var grein fyrir helstu fuglategundum sem verpa í og við Bíldudal. Þá hélt hópurinn námskeið í afrískum dansi.

Á heimasíðu Bíldudals má finna niðurstöður verkefna sjálfboðaliðanna, auk kveðjuorða frá hverjum og einum og af þeim að ráða er ekki annað að sjá en að sjálfboðaliðarnir hafi verið ánægðir með dvölina á Bíldudal og Íslandi.

Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: Sjálfboðaliðar farnir til síns heima
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters