Inspired by Iceland
BB.is: SEEDS-liðar taka til hendinni á Tálknafirði
18.07.2007

Hópur sjálfboðaliða er nú að störfum í Tálknafirði á vegum SEEDS, See beyond borders, sem eru alþjóðleg samtök sem vilja stuðla að auknum skilningi fólks á náttúru og umhverfi og samskiptum ólíkra þjóða og menningar. Hópurinn telur sjö manns frá Ástralíu, Ítalíu, Þýskalandi, Belgíu og Tékklandi og hefur sinnt ýmsum verkefnum í Tálknafirði. Þau hafa aðstoðað Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur hjá Villimey við að tína jurtir til að nota í krem, þau löguðu stíginn í gegnum skógræktina fyrir ofan tjaldstæðið á Tálknafirði og skemmtu börnunum á leikskólanum Vindheimum. Á föstudag gengu þau svo yfir Tunguheiði milli Tálknafjarðar og Bíldudals og reistu við stikur og bættu við þar sem vantaði á leiðinni. Tálknafjarðarhreppur sér um móttöku og umsjón með hópnum og störfum þeirra ásamt Villimey ehf og Tálknabyggð ehf. Frá þessu er sagt á vef Tálknafjarðar.

Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: SEEDS-liðar taka til hendinni á Tálknafirði
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters