Inspired by Iceland
BB.is: Unnið við varðveislu hvalstöðvar á Suðureyri við Tálknafjörð
09.09.2007

Hópur sjálfboðaliða frá alþjóðlegum samtökum ungs fólks sem nefnist Seeds, See beyond borders, vinnur nú að varðveislu minja hvalstöðvarinnar á Suðureyri við Tálknafjörð. Búið er að hreinsa í kringum og innan úr Katlahúsinu og hafið er fyrirbyggjandi viðhald á skorsteininum. Hópurinn er skipaður 13 einstaklingum frá Rússlandi, Englandi, Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Japan, en þeir sóttu um að komast í verkefnið eftir að það var auglýst á Internetinu. Norðmenn reistu og ráku hvalveiðistöð á Suðureyri um aldamótin 1900, en hættu rekstrinum í fyrri heimstyrjöldinni. Stöðin var starfrækt á ný á árunum 1930-40 en þá af innlendum aðilum. Var hvalstöðin á innanverðri eyrinni og bryggja fram af Eyraroddanum og sjást enn miklar minjar þessara mannvirkja.

Frá þessu var greint á Bíldudalsvefnum.

Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is

BB.is: Unnið við varðveislu hvalstöðvar á Suðureyri við Tálknafjörð
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters