
BB.is: Starfi Seeds Iceland í Dýrafirði lokið
10.09.2010
Sjálfboðaliðssamtökin Seeds Iceland luku tveggja vikna vinnutörn í Dýrafirði um síðustu mánaðarmót. Meðal verka hópsins var hreinsun á trjágróðri af nýjum göngustíg í Botnsskógi auk þess sem þau unnu við Toyota reitinn að Söndum. Þar uppkvistaði hópurinn furureitina en hún og grenið var farið að ná 4-5 metra hæð. Leifar af gömlum gaddavírsgirðingum frá grenireitum í Garðshlíð voru hreinsaðar upp og síðasta daginn gróðursetti hópurinn trjáplöntur í svokallað trjáasafn innan við Skrúð.
Smelltu hér til að skoða fréttina á BB.is
