Inspired by Iceland
BB.is: Vestfirðir vinsælir
05.09.2011

Ríflega 130 manns hafa unnið sjálfboðavinnu á Vestfjörðum í sumar á vegum Seeds, íslenskra félagasamtaka sem starfað hafa frá árinu 2005. Samtökin vinna að aukinni virðingu fyrir mismunandi menningu, sameiginlegum skilningi og vinnu fyrir umhverfið. Verkefnin á Vestfjörðum eru margvísleg, s.s. umhverfisverkefni, menningar- og tónlistarverkefni, og uppbyggingar- og viðhaldsverkefni. Að sögn Önnu Lúðvíksdóttur, verkefnastjóra hjá Seeds, hefur gengið vel að fá fólk til að fara vestur. „Vestfirðir eru spennandi áfangastaður og það er tiltölulega auðvelt að fá fólk til að fara þangað. Það er frekar að við þurfum að neita fólki um pláss heldur en að við eigum í vandræðum með að fylla verkefnin,“ segir Anna.

Margir velja verkefnin út frá staðsetningu en ekki aðeins af því að þeim þykir verkefnin spennandi. Sjálfboðaliðarnir eru á öllum aldri, yngstu þátttakendur eru sextán ára en ekkert aldurhámark er og því eru sjálfboðaliðar á öllum aldri. Að sögn Önnu kemur stærsti hlutinn kemur frá Evrópu en einnig eru sjálfboðaliðar frá Asíu, Bandaríkjunum, Kanada og jafnvel Suður Ameríku.

Helstu verkefnin á Vestfjörðum eru unnin yfir sumartímann. Verkefni hafa meðal annars verið í Mjóafirði, Patreksfirði, Ísafirði, Selárdal og Æðey. „Við vinnum alltaf með heimafólki. Við ákveðum ekki hvernig verkefnin eru sem sjálfboðaliðarnir vinna heldur eru það heimamenn sem skipuleggja þau. Sjálfboðaliðarnir fá ekki greidd laun en þau fæði og húsnæði. Þá leggjum við til að gestgjafarnir geri eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfboðaliðana. Það er misjafnt hvað það er og hver gestgjafi reynir að finna eitthvað sem þeir geta gert í sínu umhverfi. Sumir geta boðið upp á hestaferðir eða bátsferð, aðrir skipuleggja til dæmis fjallgöngur eða sundferðir.“

Smelltu hér til að sjá fréttina á BB.is

BB.is: Vestfirðir vinsælir
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters