Inspired by Iceland
Visir.is: Blái herinn og SEEDS sameinast í orustu
29.05.2008

Tómas Knútsson, kafari og framkvæmdasjtóri Bláa hersins og um 20 félagar úr sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tóku hraustlega á því á svæðinu í nágrenni við Brimketilinn í gær. Samtökin SEEDS eða ,,SEEDS beyond borders" senda hópa af ungu fólki um allan heim til þess að hjálpa heimamönnum að taka á umhverfismálum.

Hópurinn dvelur nú á ,,Vellinum" og hefur Tómas Knútsson framkvæmdastjóri Bláa hersins umsjón með verkefnum og skoðunarferðum. Jóna Kristín bæjarstjóri bauð hópnum í Bláa Lónið sl. sunnudag og launaði hópurinn fyrir sig með því að fylla tvo stóra ruslagáma. Hópurinn kom svo við og skoðaði Saltfisksetrið. Brimketil og svæðið í nágrenni hans er mjög vinsæll áningastaður hjá ferðamönnum. Fjölmörg svæði bíða innrásar Bláa hersins í lögsagnarumdæmi Grindavíkur og nokkuð ljóst að heimamenn koma til með að ganga til liðs við herinn fremur en að verjast segir á vef Grindavíkur.

Visir.is: Blái herinn og SEEDS sameinast í orustu
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters