Inspired by Iceland
Visir.is: Gerðu göngustíga á Suðureyri
20.09.2012

Sjálfboðaliðar á vegum Seeds-hreyfingarinnar tóku til hendinni á Suðureyri við Súgandafjörð fyrr í mánuðinum, er hópurinn vann við gerð göngustíga fyrir ofan þorpið. Klasinn Sjávarþorp skipulagði verkið fyrir sjálfboðaliðana og fékk þá til liðs við sig. „Þau stóðu sig mjög vel og ætla að koma aftur að ári og halda verkinu áfram,“ sagði einn af forsvarsmönnum Klasans Sjávarþorps í samtali við Bæjarins besta.

Í hópnum voru átta sjálfboðaliðar, en þeir unnu einnig að umhverfissinnuðum framkvæmdum í sumar á Galtarvita, á Flateyri, í Heydal og í Djúpavík.

http://www.visir.is/gerdu-gongustiga-a-sudureyri/article/2012309209998

Visir.is: Gerðu göngustíga á Suðureyri
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters