Inspired by Iceland
Síðdegisútvarpið: Láta gott af sér leiða í útlöndum
21.08.2012

Það eru alls konar tækifæri í boði fyrir ungt fólk í dag til að ferðast um heiminn, kynnast annarri menningu og láta gott af sér leiða. Samtökin Seeds hafa verið til um nokkurt skeið og þar eru fjöldamörg tækifæri til að heimsækja Evrópulönd og vinna að ólíkum verkefnum.

Ungmennaskipti þessara sjálfboðaliðasamtaka eru fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára og tugir hafa nú þegar farið út. Í Síðdegisútvarpinu var rætt við Maríu Rós Kristjánsdóttur sem var nýlega að vinna í litlu þorpi í Portúgal, til dæmis við að kynna Lagarfljótsorminn, og Andreu Hyldahl Björnsdóttur sem var í allt öðru, nefnilega að hjálpa flóttafólki í Palermo á Sikiley. Andrea sá neyð flóttafólksins með eigin augum.

Hægt er að hlusta á upptöku af viðtalinu á slóðinni http://www.ruv.is/frett/siddegisutvarpid/lata-gott-af-ser-leida-i-utlondum

Síðdegisútvarpið: Láta gott af sér leiða í útlöndum
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters