Inspired by Iceland
Pressan.is - SEEDS taka þátt í selatalningu: brasilískri konu bjargað frá sauðkind
23.07.2012

Brasilískri konu bjargað frá sauðkind við selatalningu á vegum Selasetursins á Hvammstanga

Selatalningin mikla var haldin á vegum Selaseturs Íslands þann 22. júlí. Talningin hefur farið fram árlega síðan 2007. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Heggstaðanes ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selasetursins. Talningin gekk nokkuð greiðlega fyrir utan eitt atvik þar sem bjarga þurfti brasilískri konu undan rollu sem gerði henni lífið leitt.

Fjörutíu manns tóku þátt í talningunni og fóru talningarmenn gangandi, ríðandi eða á báti. Nokkrir erlendir ferðamenn voru í hópnum sem og fimm sjálfboðaliðar á vegum SEEDS víðsvegar að úr heiminum.

Í ár sáust um 614 selir sem er nokkuð færra en undanfarin ár. Vignir Skúlason framkvæmdastjóri Selasetursins sagði í samtali við Pressuna nú í kvöld að líklega hefði veður haft þar áhrif. Úði var í lofti og á tímabili eins og hellt væri úr fötu. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort ekki hefði gengið erfiðlega að fá fólk í talninguna eftir að sögur um að ísbjörn væri á svæðinu fyrr í sumar.  Eins og frægt var taldi ítalskt par að þau hefðu séð ísbjörn á sundi en fróðir menn segja að það hafi líklega verið útselur.

Sjá fréttina í heild sinni

Pressan.is - SEEDS taka þátt í selatalningu: brasilískri konu bjargað frá sauðkind
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters