Inspired by Iceland
BB.is - Sambahátíð í Selárdal
07.07.2012

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar stendur í dag fyrir Sambahátíð að Brautarholti í Selárdal. Tilefni hátíðarinnar er söfnun til áframhaldandi viðgerða og endurbyggingar húss Samúels sem áformað er að verði í framtíðinni lánað út sem vinnustofur fyrir gestalistamenn.

Dagskráin hefst um kl. 15 við samkomutjald sem reist hefur verið við safnið. Um kl 16 verður Gerhard König með leiðsögn um svæðið og Ólafur Hannibalsson með leiðsögn í gönguferð að Selárdalskirkju. Sýning um Samúel verður opin í kirkjunni og í listaskála Samúels. Kómedíuleikhúsið frumflytur leikþáttinn „Listamaðurinn með barnshjartað“ um Samúel kl 17.30 og verður leikþátturinn fluttur aftur kl 20.30. Grillvagn verður á staðnum kl. 17-21.

Dagskrá með tónlist og sagnamönnum verður um kvöldið. Meðal annarra koma fram tónlistarmennirnir Gísli Ægir Ágústsson, Viðar Ástvaldsson, Jón Kr. Ólafsson og Örn Gíslason sagnamaður. Stefnt er að því að tendra varðeld á ströndinni um kl 23 og þar verður brekkusöngur fram undir miðnætti.

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS verða á staðnum í byrjun júlí við viðgerðir til að allt líti sem best út fyrir hátíðina. Allt er þetta gert til að stuðla að viðgerðum á verkum listamannsins með barnshjartað. Menningarráð Vestfjarða styrkir viðburðinn. 

http://www.bb.is/?pageid=26&NewsID=175833

BB.is - Sambahátíð í Selárdal
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters