Inspired by Iceland
Ruv.is - Planta trjám og gera göngustíga
15.07.2012

1200 sjálfboðaliðar frá 55 löndum koma hingað í ár til að vinna að 120 margvíslegum verkefnum í samfélaginu. Stofnandi samtakanna sem heldur utan um starfið segir færri komast að en vilja og að það vanti fleiri verkefni.

Samtökin Seeds voru stofnuð fyrir 6 árum. Þau taka á móti erlendum sjálfboðaliðum sem sinna umhverfis- og menningartengdum verkefnum hér á landi. Þar má nefna að þrífa strandlengjuna víðs vegar um landið, sinna náttúruvernd, búa til göngustíga, planta trjám, vinna við menningarhátíðir eins og Listahátíð í Reykjavík og Lunga á Seyðisfirði, samstarf við Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefnd og svona mætti lengi telja.

Stofnandi samtakanna segir að Ísland sé ótrúlega vinsælt, í ár koma hingað 1200 sjálfboðaliðar á aldrinum 16 til 65 ára frá 55 löndum og þeir sinna um 120 verkefnum. Og enn fleiri vilja koma. „Margir sjálfboðaliðar hafa sótt um og vilja taka þátt í verkefnum okkar, en við getum ekki tekið á móti þeim öllum af því okkur vantar verkefni um allt Ísland. Það eru margir sem vilja koma til Íslands og taka þátt í verkefnum Seeds,“ segir Oscar Uscategui, stofnandi Seeds.

Hægt er að sjá upptöku af fréttum kvöldsins á http://ruv.is/sarpurinn/frettir/15072012-30. Innslag um SEEDS hefst á um 15 mínútu.

http://www.ruv.is/frett/planta-trjam-og-gera-gongustiga

Ruv.is - Planta trjám og gera göngustíga
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters