Inspired by Iceland
DV.is - Hvetja ferðamenn til að sniðganga hrefnukjöt
13.07.2012

Ferðamenn á Íslandi eru hvattir til að sniðganga hvalkjöt af sjálfboðaliðum frá alþjóðlegum dýraverndarsamtökum. Í dag var Jóhanni Guðmundssyni, fulltrúa Íslands í Alþjóða hvalveiðiráðinu, afhentar 4451 undirskriftir þar sem Íslendingar eru hvattir til að láta af hvalveiðum. Sjálfboðaliðarnir eru frá Seeds og starfa fyrir International Fund for Animal Welfare, sem er í samstarfi við samtök hvalaskoðunarfyrirtækja, Icewhale.

Hver hópur sjálfboðaliða samanstendur af tólf manneskjum sem dvelja í tvær vikur í senn hér á landi og er markmiðið að safna tíu þúsund undirskriftum við Reykjavíkurhöfn og í miðbænum. Herferðin ber heitið „Meet us, don´t eat us“, þar sem áherslan er að vekja ferðamenn til umhugsunar og hvetja þá til að sniðganga hrefnukjöt.

Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að aðeins fimm prósent Íslendinga borða hrefnukjöt reglulega og þá óttast dýravelferðarsamtökin að fjörutíu prósent ferðamenn séu taldir á að borða hrefnukjöt.

http://www.dv.is/frettir/2012/7/13/hvetja-ferdamenn-til-ad-snidganga-hrefnukjot/

DV.is - Hvetja ferðamenn til að sniðganga hrefnukjöt
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters