Inspired by Iceland
Morgunblaðið - Sjálfboðaliðar á ferðinni á Kópaskeri
23.06.2006

Kópasker | Sjálfboðaliðar frá samtökunum Seeds dvelja á Kópaskeri þessa dagana. Þeir munu aðallega vinna að hreinsun á umhverfinu, t.d. í fjörum.

Hópurinn, sem samanstendur af 13 ungmennum frá átta löndum, hélt kynningarfund í skólanum þar sem unga fólkið kynnti sig og starfsemi Seeds og bauð upp á ýmsa rétti og kökur, hver frá sínu landi, en einnig gafst þeim færi á að smakka svið og hákarl.

Kópaskersbúar og nágrannar fjölmenntu á kynningarfundinn, sem var mjög skemmtilegur og maturinn góður. Á myndinni er hópurinn ásamt hópstjóranum, Oscar Uscátegui frá Kólumbíu, lengst til hægri, en hann er Kópaskersbúum að góðu kunnur fyrir störf sín sl. tvö sumur með Veraldarvinum.

Morgunblaðið - Sjálfboðaliðar á ferðinni á Kópaskeri
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters