Inspired by Iceland
Áhugaverð verkefni

Áhugaverð námskeið og vinnubúðir innan SCI leitarvélarinnar

Hér finnur þú vinnubúðir og námskeið innan SCI leitarvélarinnar sem okkur hjá SEEDS finnast áhugaverð. Athugið að þessi verkefni og mun fleiri er að finna í SCI leitarvélinni.

Vinnubúðir og námskeið eru frábært tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til að ferðast til fjarlægra landa og sinna samfélagslegum verkefnum. Sé annað ekki tekið fram er neðra aldurstakmark fyrir vinnubúðir og námskeið 18 ár og það er ekkert efra aldurstakmark! Umsækjendur þurfa að hafa gilt vegabréf og hafa gott vald á talaðri ensku.

Hér má finna umsóknareyðublað fyrir SCI verkefni, tekið er við umsóknum á netfanginu outgoing@seeds.is.


 

Eco Trek í Nepal

Hvar og hvenær: Þessar einstöku vinnubúðir munu fara fram í Nepal í 3. - 13. apríl 2013.

Þema og markmið: Í þessum vinnubúðum munu þátttakendur ferðast frá Kathmandu til Pokhara og ganga þaðan til Jomsom. Á leiðinni munu þeir aðstoða við að hreinsa rusl af gönguleiðinni og stuðla þannig bæði að umhverfisvernd og fegrun svæðisins. Þátttakendur munu einnig taka þátt í fræðslu um umhverfisvernd.

Skilyrði til þátttöku: Þessar vinnubúðir eru ætlaðar einstaklingum 20 ára eldra sem hefur reynslu af útivist og þolir vel áreynslu. Þátttakendur verða að hafa gott vald á talaðri ensku. Ætlast er til að þátttakendur mæti vel búnir til útivistar með viðeigandi fatnað og fylgihluti. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu að sjálfboðaliðastörfum.

Aðstaða: Þátttakendur munu stunda miklar göngur og gista í fjallakofum á leiðinni. Þátttakendur munu fá tækifæri til að kynnast menningu landsins og og hitta tíbetska lama en lama er trúarlegur titill sem gefinn er kennimeisturum og andlegum fyrirmyndum í tíbetskum búddisma.

Kostnaður: Þátttökugjald er 680 evrur en innifalið í því er fæði, húsnæði og tilfallandi gjöld. Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði og greiða einnig fyrir kostnað vegna ferðatygginga og bólusetninga sé þess þörf. Upplýsingar um bólusetningar er hægt að nálgast hér.

Umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS er 10.000 kr. og greiðist þegar umsókn er lögð inn.

Annað: Íslenskir ríkisborgarar eiga möguleika á að fá landvistarleyfi við komu til Nepals en þó er ekki gagnkvæmur samningur á milli landanna tveggja. Áhugasömum er bent á að hafa samband við sendiráð Nepals í London og leita sér upplýsinga.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um verkefnið (á ensku).

Hafir þú áhuga á að taka þátt í þessu verkefni hafðu þá samband við okkur á outgoing@seeds.is.

 


 

Star Rays fræðslumiðstöðin í Matunda, Kenía

Hvar og hvenær: Þessar vinnubúðir munu fara fram í nágrenni við bæinn Matunda í Kakamega héraði í Kenía dagana 3. - 24. maí 2013.

Þema og markmið: Í þessum vinnubúðum munu sjálfboðaliðar starfa með innlendum góðgerðarsamtökum og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum með heimamönnum. Verkefnin geta t.d. verið uppbygging og viðhald á byggingum auk þess sem þátttakendur munu skipuleggja ýmsa fræðslu og verkefni fyrir bæði börn og fullorðna. Þátttakendur munu einnig fara í heimsóknir innan svæðisins og fræðast m.a. um jákvæð áhrif þróunarverkefna og þau vandamál sem að þeim steðja.

Nánari upplýsingar um Star Rays fræðslumiðstöðina er að finna á heimasíðu þeirra.

Skilyrði til þátttöku: Þetta verkefni er ætlað einstaklingum 20 ára og eldri, æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af þátttöku í sjálfboðaverkefnum. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku, vera jákvæðir og vera tilbúnir að taka þátt í verkefnum sem geta verið bæði líkamlega- og andlega krefjandi. 

Aðstaða: Þátttakendur munu gista í kynjaskiptum herbergjum í hefðbundnum húsakosti heimamanna. Aðstaða á gistiheimili endurspeglar aðbúnað heimamanna; gist verður í svefnpokaplássi á gólfdýnum og líklega verður takmarkaður aðgangur að rennandi vatni og rafmagni. Er þetta gert í þeim tilgangi að gefa sjálfboðaliðum raunsærri mynd af því hvernig er að búa á svæðinu. Þátttakendur munu vinna í um 6 klst. alla virka daga og fá frí um helgar. 

Kostnaður: Þátttökugjald fyrir þetta verkefni er 300 evrur. Innifalið í því er þátttökukostnaður, far til og frá flugvelli, fæði og húsnæði auk umsýslukostnaðar o.fl. í Kenía. Þátttakendur fá að auki afhent skírteini fyrir þátttöku að verkefnu loknu.
Umsýslugjald SEEDS er 10.000 kr. og greiðast þegar umsókn er lögð inn.

Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði og greiða einnig fyrir tilfallandi kostnað t.d. vegna ferðatygginga og bólusetninga sé þess þörf. Upplýsingar um bólusetningar er hægt að nálgast hér.

Annað: Íslenskir ríkisborgarar eiga þess kost að fá 3 mánaða vegabréfsáritun við komuna til Kenía en það getur tekið tíma að fá afgreiðslu. Mælt er með að umsækjendur kynni sér vel skilyrði fyrir vegabréfsáritun og hafi samband við sendiráð Kenía í Stokkhólmi til að fá nánari leiðbeiningar.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um verkefnið (á ensku).

Hafir þú áhuga á að taka þátt í þessu verkefni hafðu þá samband við okkur á outgoing@seeds.is.

 


 

Sveitalíf í Mongólíu

Hvar og hvenær: Þessar vinnubúðir munu fara fram við Buhug ánna í Mongólíu dagana 1. - 14. júní 2013

Athugið að boðið verður upp á samskonar verkefni í Mongólíu frá mars - október 2013. Nánari upplýsingar má finna á SCI leitarvélinni með því að velja "Country / Topic: Mongolia".

Þema og markmið: Í þessum vinnubúðum munu sjálfboðaliðar starfa með innlendum samtökum við uppbyggingu og viðhald á munaðarleysingjaheimili á svæðinu. Vinna sjálfboðaliðanna mun að mestu leiti felast í að byggja nýtt gróðurhús þar sem ræktuð verða matvæli fyrir íbúanna. Sjálfboðaliðarnir munu þó einnig vera innan handar til að aðstoða við önnur tilfallandi verkefni, svo sem viðhald á vistaverum barnanna.

Skilyrði til þátttöku: Mikilvægt er að þátttakendur hafi gott vald á talaðri ensku og hafi áhuga og/eða reynslu af vinnu með börnum. Leitað er eftir sjálfboðaliðum sem eru jákvæðir í fasi og tilbúnir til að takast á við verkefni sem getur verið bæði líkamlega og andlega krefjandi. Farið verður fram á að þátttakendur geti sýnt fram á hreint sakarvottorð.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista á farfuglaheimili og munu einnig fá tækifæri til að gista í hefðbundu mongólskum hýbílum, Yurt. Verkefnið fer fram í mongólsku sveitinni þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að kynnast daglegu lífi heimamanna. 

Kostnaður: Þátttökugjald fyrir þetta verkefni er 175 evrur. Innifalið í því er fæði og húsnæði á meðan verkefninu stendur, að auki verður boðið upp á ókeypis akstur frá flugvellinum í höfuðborg landsins, Ulaanbaatar, til Buhug (um 45 km.).
Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði sínum og greiða einnig annan tilfallandi kostnað, svo sem vegna ferðatrygginga og bólusetninga sé þess þörf.

Umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS eru 10.000 kr. sem greiðast þegar umsókn er lögð inn.

Annað: Íslenskir ríkisborgarar þurfa að sækja um landvistarleyfi hjá mongólska sendiráðinu í London. Þátttakendur sjá sjálfir um að verða sér út um bólusetningar, upplýsingar um bólusetningar er hægt að nálgast hér.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um verkefnið (á ensku).

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni sendu okkur þá póst á outgoing@seeds.is.

 


 

Landbúnaður og vistrækt í Brasilíu

Hvar og hvenær: Vinnubúðirnar munu fara fram í Bocaiuva do Sul, Paraná í Brasilíu 14. - 29. júlí 2013.

Þema og markmið: Í þessum vinnubúðum munu þátttakendur vinna náið með bændum í Bocaiuva do Sul og fræðast um vistrækt eða agroecology. Með vistrækt er átt við landbúnað sem stuðlar að náttúrulegu samspili jarðvegs, næringarefna, grastegunda, trágrjóðurs, húsdýra o.s.fv. um leið og býli verða minna háð aðföngum og ríkisstykjum. Aðstandendur vinnubúðanna eru Aopa samtökin sem vinna m.a. að aukinni lífrænni ræktun í suðurhluta Brasilíu.

Þátttakendur munu vinna hin ýmsu störf á sveitabýli samtakanna á meðan verkefninu stendur, m.a. hugsa um búfénað, stunda garðyrkju, aðstoða við uppskeru, vinna í eldhúsi við að búa til vörur úr afurðum býlanna (t.d. sultu, tómarsósu og brauð) og taka þátt í að selja afturðir á markaði í borginni Curitiba. Þátttakendur munu einnig fá fræðslu, m.a. um vistrækt og fæðuöryggi. Þátttakendum gefst einnig tækifæri á að fræðast um hollt matarræði og heilun með náttúrulegum hráefnum.

Skilyrði til þátttöku: Þessar vinnubúðir eru ætlaðar einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa áður sinnt sjálfboðaliðastörfum og eru tilbúnir að sitja undirbúningsnámskeið á Íslandi áður en vinnubúðirnar hefjast. Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu í portúgölsku eða tala góða spænsku til að geta átt samskipti við bændur og aðra íbúa á svæðinu. Hópstjóri mun einnig tala ensku.

Leitað er eftir þátttakendum sem hafa jákvætt viðmót og hafa áhuga á landbúnaði, vistrækt og þeim félagslegu þáttum sem snúa að málefninu.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista saman í húsi á sveitabýlinu þar sem finna má 2 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Þátttakendur munu koma sér saman um tilhögun matreiðslu og tiltektar í húsinu.

Kostnaður: Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði og greiða einnig fyrir kostnað vegna ferðatygginga og bólusetninga sé þess þörf. Þátttökugjald er 150 evrur en í því er innifalið húsnæði á meðan að á vinnubúðunum stendur. Umsýslu- og staðfestingargjald  SEEDS er 10.000 kr. og greiðist þegar umsókn er lögð inn.

Annað: Bocaiuva do Sul er staðsett í Paraná héraðinu í Brasilíu og þaðan er um ein dagsferð til Iguaçu þjóðgarðsins þar sem einhverja frægustu fossa S-Ameríku er að finna. Áhugasamir þátttakendur geta ferðast sjálfstætt til þjóðgarðsins, eða annara svæða, með notkun almenningssamgangna áður en vinnubúðirnar hefjast eða að þeim loknum.

Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki sérstaka vegabréfsáritun til að fá 90 daga landvistarleyfi í Brasilíu. Upplýsingar um bólusetningar er hægt að nálgast hér.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um verkefnið (á ensku).

Hafir þú áhuga á að taka þátt hafðu þá samband við okkur á outgoing@seeds.is.

 


 

Uppgvötvaðu Sunderban

Photo by arcturus15Hvar og hvenær: Þessar vinnubúðir munu fara fram í Sunderban skóginum í Bangladesh dagana 14. - 25. ágúst 2013.

Þema og markmið: Í þessum vinnubúðum munu þátttakendur aðstoða við gróðursetningu trjáa í skóginum auk þess að taka þátt í verkefnum sem ætlað er að auka vitund um hlýnun jarðar, umhverfisvernd og heilsu meðal íbúa svæðisins.

Sunderban skógurinn er stærsti mangrove skógur heims og er á heimsminjaskrá UNESCO. Í skóginum er að finna fjölbreytt dýralíf en þar er meðal annars að finna Bengal tígrisdýr auk 41 annara tegunda spendýra, 150 fiskitegunda, 270 fuglategunda og 35 tegundir af eðlum.

Skilyrði til þátttöku: Þetta verkefni er ætlað einstaklingum 20 ára og eldri. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á talaðri ensku.
Bangladesh er eitt fátækasta ríki Asíu og margir verða fyrir miklu "menningarsjokki" við komuna til landsins. Mikilvægt er að umsækjendur eru meðvitaðir um félags- og efnahagslegar aðstæður í landinu. Hafa skal þó í huga að sjálfboðaliðastarf í Bangladesh gefur einstakt tækifæri til að kynnast allt öðrum aðstæðum en við eigum að venjast í vestrænum löndum og getur verið mjög gefandi og þroskandi lífreynsla fyrir einstaklinga sem taka þátt með rétta hugarfarinu.

Aðstaða: Þátttakendur munu gista í svefnpokaplássum í skóla á svæðinu þar sem þeir hafa aðgang að sameiginlegri snyrtiaðstöðu. Athugið að hér er um að ræða hreinar en frumstæðar vistaverur.

Kostnaður: Þátttökugjald í verkefninu er 150 evrur en í því er innifalið fæði og húsnæði á meðan vinnubúðunum stendur. Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði og greiða einnig fyrir kostnað vegna ferðatygginga og bólusetninga sé þess þörf. Upplýsingar um bólusetningar er hægt að nálgast hér.
Umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS er 10.000 kr. og greiðist þegar umsókn er lögð inn.

Annað: Íslenskir ríkisborgarar eiga möguleika á að fá 15 daga vegabréfsáritun við komuna til Bangladesh. Áhugasömum er bent á að leita sér upplýsinga hjá ræðismanni landsins í Reykjavík eða hjá sendiráði Bangladesh í Stokkhólmi. Sjá heimasíðu Utanríkisráðuneytisins

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um verkefnið (á ensku).

Hafir þú áhuga á að taka þátt í þessum vinnubúðum hafðu þá samband við okkur á outgoing@seeds.is.

 


 

Sumarbúðir fyrir hreyfihamlaða

Hvar og hvenær: Þetta verkefni mun fara fram í Slóveníu dagana 28. ágúst - 2. september 2013.

Þema og markmið: Í þessu verkefni munu sjálfboðaliðar aðstoða innlend samtök við framkvæmd á árlegum sumarbúðum fyrir hreyfihamlaða en skjólstæðingar samtakanna eru flestir bundnir hjólastól eftir erfið veikindi eða slys. Sjálfboðaliðarnir munu sjá um að elda máltíðir fyrir þátttakendur og halda vistaverum hreinum en þeir munu einnig taka þátt í hinum ýmsu dægradvölum á meðan sumarbúðunum stendur.

Skilyrði til þátttöku: Mikilvægt er að þátttakendur hafi gott vald á talaðri ensku og séu jákvæðir í fasi. Leitað er eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á málefnum hreyfihamlaðra og hafa gaman af því að vinna með öðrum. Samtökin eru tilbúin til að taka við sjálfboðaliðum sem sjálfir eru hreyfihamlaðir.

Miðað er við að umsækjendur hafi náð 21. árs aldri við upphaf verkefnisins en samtökin eru tilbúin til að gera undantekningar og taka á móti yngri einstaklingum sýni þeir fram á mikinn áhuga fyrir verkefninu.

Aðstaða: Gist verður í kynjaskiptum vistaverum á svæðinu.

Kostnaður: Enginn þátttökukostnaður er fyrir þetta verkefni. Sjálfboðaliðum verður séð fyrir fæði og húsnæði á meðan á sumarbúðunum stendur auk þess sem slóvensku samtökin munu sjá um allan kostnað vegna samgangna á meðan sumarbúðunum stendur. Þátttakendur sjá sjálfir um ferðakostnað sinn til Slóveníu sem og annan tilfallandi kostnað, svo sem vegna ferðatrygginga.

Umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS er 10.000 kr. og greiðist þegar umsókn er lögð inn.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um verkefnið (á ensku). 

Hafir þú áhuga á að taka þátt í þessum vinnubúðum hafðu þá samband við okkur á outgoing@seeds.is.

 

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters