Inspired by Iceland
Alþjóðlegt kvöld í Samkomuhúsinu - Garður
05.06.2008

Á dögunum komu 16 sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum í Garðinn en þau hafa unnið að því að aðstoða við undirbúning fyrir 100 ára afmæli bæjarins.

SEEDS samtökin leggja mikla áhersla á samskipti við gestgjafa sína og vilja fá tækifæri til þess að kynnast heimamönnum og samfélaginu í Garði. Þau bjóða því Garðbúum í alþjóðlega veislu í Samkomuhúsinu föstudaginn 6. júní kl. 19:00.

Boðið verður uppá smakk af þjóðarréttum sjálfboðaliðanna en þau koma frá sjö löndum. Ef einhver hefur sérstakan áhuga á því að kynna séríslenskan mat fyrir þeim þá er velkomið að leggja í púkkinn og koma með uppáhalds íslenska réttinn sinn. Sjáumst glöð í samkomuhúsinu!

http://sv-gardur.is/?path=Controls/8&ID=372

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters