Inspired by Iceland
Tækifæri erlendis með SEEDS og SCI - Ný ferðasaga frá íslenskum þátttakanda
15.05.2013

SEEDS fær nú sífellt fleiri fyrirspurnir frá Íslendingum sem hafa áhuga á að fara erlendis sem sjálfboðaliðar. Einn möguleiki er að fara í SCI verkefni en mikill fjölda slíkra verkefna er nú að finna á SCI leitarvélinni. Verkefnin eru ætluð fólki á öllum aldri og boðið er upp á mjög fjölbreytt verkefni um allan heim.

Urður Ýrr Brynjólfsdóttir fór nýlega í ferðalag um Asíu þar sem hún tók meðal annars þátt í tveimur SCI verkefnum fyrir milligöngu SEEDS, annarsvegar menningartengdu verkefni í Hong Kong og hinsvegar á munaðarleysingjahæli í Indónesíu. Hún hefur nú skrifað fyrir okkur skemmtilega ferðasögu þar sem hún lýsir sinni upplifun af þeim verkefnum sem hún tók þátt í. Hún segir meðal annars að sem sjálfboðaliði í SCI verkefnum hafi hún fengið að sjá þá staði sem hún dvaldi á í öðru ljósi en hefðbundinn ferðamaður og hún telur sig hafa lært mikið af þessari reynslu.

Ferðasögu Urðar í heild sinni auk annara umsagna er að finna hér.

Ef þú hefur áhuga á að ferðast, láta gott af þér leiða og kynnast nýrri menningu kynntu þér þá SCI leitarvélina og önnur tækifæri sem SEEDS býður upp á fyrir Íslendinga undir flipanum "Langar þér til útlanda?".

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters