Inspired by Iceland
Spennandi námskeið í Króatíu með SEEDS og Evrópu unga fólksins!
19.10.2012

SEEDS mun senda 2 einstaklinga á aldrinum 18-30 ára til þátttöku í námskeiði sem mun fara fram í Orahovica í Króatíu 8.-16. október næstkomandi.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á íþróttir og útivist fyrir alla. Meðal þess sem fjallað verður um er hvernig hægt er að nota íþróttir og útivist sem kennslutæki og hvernig hægt er að nota íþróttir til að efla ungt fólk sem hefur mætt mótlæti í lífinu vegna félagslegra aðstæðna eða veikinda. 

Námskeiðið hentar öllum sem starfa með ungu fólki, meðal annars á sviði íþrótta- eða æskulýðsmála.

Námskeiðið er styrkt af Evrópu unga fólksins, styrktaráætlun Evrópusambandsins. Þátttakendur fá því allt að 70% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 385 evrur, auk þess sem þeim er séð fyrir fæði og húsnæði á meðan námskeiðinu stendur.

Nánari upplýsingar er að finna á ungmennaskiptasíðu SEEDS . Sonja, verkefnastjóra ungmennaskipta, svarar einnig fyrirspurnum á netfanginu outgoing@seeds.is (á ensku). Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 21. október næstkomandi.

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters