Inspired by Iceland
SEEDS - Langar þig á vegum SEEDS til Portúgals 24. mars - 1. apríl n.k. ?
09.02.2012

Hefur þú áhuga á að ferðast, hitta nýtt fólk, kynnast framandi menningu, koma á nýjar slóðir og skemmta þér? Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS munu senda sjö manna hóp til þátttöku í spennandi verkefni í Peniche í Portúgal: Legends of Europe. Langar þig til að slást í hópinn?

Hvert: Peniche í Portúgal. Peniche er rúmlega 15 þúsund manna sjávarbær um 70 km fyrir norðan Lissabon, höfuðborg Portúgals.

Hvenær: 24. mars - 1. apríl 2012

Umsóknarfrestur: Fimmtudagurinn 16. febrúar 2012

Þema og markmið: Þjóðsögur verða í brennidepli í þessu verkefni. Unnið verður út frá þjóðsögum með ýmsum skapandi hætti og mun óformlegum kennsluaðferðum verða beitt, sem leið til að hrista saman fólk af ólíkum menningarlegum uppruna. Þátttakendur munu fá tækifæri til að tjá sig með ýmsum hætti (s.s. margmiðlun, tónlist o.fl.) og kynna þjóðsögur sinna landa. Verkefninu lýkur með sýningu þar sem kynntur verður afrakstur þess.

Skilyrði til þátttöku: Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-25 ára (hafa náð 18 ára aldri á brottfarardegi) og vera áhugasamur um bókmenntir og listir. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á talaðri ensku.

Þátttökulönd auk Íslands: Ítalía, Malta, Portúgal og Slóvenía.

Aðstaða: Gist verður á farfuglaheimili í bænum og fer dagskrá verkefnisins  einnig fram þar. Þátttakendur þurfa að hafa svefnpoka með sér.

Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefninsins frá Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Auk þess eru þátttakendur styrktir um 70% af útlögðum ferðakostnaði, þó að hámarki 420 evrur, sem greiðast eftir að verkefninu lýkur og kvittunum hefur verið skilað.

Umsýslu- og þátttökugjald til SEEDS er 20.000 krónur og greiðist af þeim sem valdir verða til ferðarinnar. Gjaldið fæst ekki endurgreitt.

Umsóknareyðublað er að finna á eftirfarandi link og eru áhugasamir beðnir um að fylla það út á ensku og senda okkur fyrir fimmtudaginn 16. febrúar 2012

Frekari upplýsingar á outgoing@seeds.is og á www.seeds.is

Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters