Inspired by Iceland
Visir.is - Gefa vöfflur og benda á skaðsemi hvalveiða
27.06.2012

SEEDS sjálfboðaliðar munu fræða vegfarendur um skaðsemi hvalveiða á Reykjavíkurhöfn næsta föstudag milli 11 og 14. Uppákoman er hluti af átakinu „Meet us, don't eat us".

SEEDS sjálfboðaliðarnir ætla að halda Vöffludaginn hátíðlegan, bjóða gestum og gangandi upp á vöfflur og óvænt skemmtiatriði og sýna þeim um leið fram á skaðsemi hvalveiða. Uppátækinu er ekki síst beint að erlendum ferðamönnum og markmiðið að sýna þeim hvernig neysla þeirra á hvalkjöti hefur áhrif á hvalveiðar við landið.

SEEDS eru sjálfboðaliðasamtök sem voru stofnuð á Íslandi árið 2005. Samtökin taka árlega við fjölda sjálfboðaliða víðsvegar að úr heiminum sem taka þátt í hinum ýmsu verkefnum hér á landi. Sjálfboðaliðar okkar koma flestir frá Evrópu, N-Ameríku og Asíu.

Nú hafa SEEDS sjálfboðaliðarnir safnað yfir 2000 undirskriftum fyrir átakið „Meet us, don't eat us" sem IFAW (International Fund for Animal Welfare) stendur fyrir.

http://www.visir.is/gefa-vofflur-og-benda-a-skadsemi-hvalveida/article/2012120628964

 

Visir.is - Gefa vöfflur og benda á skaðsemi hvalveiða
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters