Inspired by Iceland
mbl.is - Rauðakrossfólk skenkir kakó
10.12.2010

Um 150 sjálfboðaliðar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands munu gefa gestum og gangandi í miðbæ Reykjavíkur um átta þúsund bolla af heitu súkkulaði laugardagana fram að jólum og á Þorláksmessu.

Sjálfboðaliðarnir verða staðsettir á 14 skömmtunarstöðvum víðsvegar um miðbæ Reykjavíkur og gefa heitt súkkulaði en tilgangur verkefnisins er að safna fé til styrktar fólki í vanda.

Það eru verslunareigendur í miðbæ Reykjavíkur sem mun standa straum af kostnaði verkefnisins ásamt Mjólkursamsölunni sem gefur 750 lítra af mjólk og Nóa Síríus sem gefur 130 kg af suðusúkkulaði. Þannig að óhætt er að segja að allir séu að leggjast á eitt að styrkja þetta verðuga málefni.

Fjármunum sem safnast er ætlað að styrkja einstaklinga og fjölskyldur í kringum jólin en ljóst er að þörfin fyrir slíka aðstoð nú um hátíðirnar er mikil, líkt og síðastliðin tvö ár. Baukar merktir Rauða krossinum verða á hverjum stað til að taka á móti frjálsu framlagi. Féð sem gefendur láta af hendi rakna rennur óskipt til góðgerðamála.

Í hópi þeirra 150 sjálfboðaliða sem munu standa kakó vaktina eru erlendir sjálfboðaliðar á vegum SEEDS. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands vill þakka öllum þeim sem styðja við söfnunina með vinnuframlagi, hráefni og fjármunum. Án þessara aðila væri söfnun sem þessi ógerleg.


Fjármunum sem safnast er ætlað að styrkja einstaklinga og fjölskyldur í kringum jólin en ljóst er að þörfin fyrir slíka aðstoð nú um hátíðirnar er mikil, líkt og síðastliðin tvö ár. Baukar merktir Rauða krossinum verða á hverjum stað til að taka á móti frjálsu framlagi. Féð sem gefendur láta af hendi rakna rennur óskipt til góðgerðamála.

Í hópi þeirra 150 sjálfboðaliða sem munu standa kakó vaktina eru erlendir sjálfboðaliðar á vegum SEEDS. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands vill þakka öllum þeim sem styðja við söfnunina með vinnuframlagi, hráefni og fjármunum. Án þessara aðila væri söfnun sem þessi ógerleg.

http://mbl.is/folk/jol/frett/2010/12/10/raudakrossfolk_skenkir_kako/

mbl.is - Rauðakrossfólk skenkir kakó
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters