Inspired by Iceland
Visir.is - Margmenni sá háloftasýninguna við Austurvöll
21.05.2011

Mikill fjöldi fólks kom saman við Austurvöll um klukkan þrjú í dag til að fylgjast með opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur sem var mikið sjónarspil, en þar var á ferðinni katalónski fjöllistahópurinn La Fura dels Baus.

Hátt í 60 íslenskir sjálfboðaliðar tóku þátt í sýningunni, en í einu atriðinu voru um 40 sjálfboðaliðar hífðir upp í 50 metra hæð. Það er langtum hærra en nærliggjandi byggingar.

Íslensku þátttakendurnir sem tóku þátt í atriðinu komu meðal annars frá Listdansskóla Íslands, Listdansbraut JSB, Sirkus Sóley, Listaháskóla Íslands og sjálfboðaliðasamtökunum Seeds.

Hluti af sýningunni fór sem fyrr segir fram í háloftunum, er tugir íslenskra sjálfboðaliða voru hífðir upp tugi metra í loftið, og svifu í dans og söng yfir höfðum áhorfenda.

Sviðslistahópurinn á sér um 30 ára sögu. Hann spratt upphaflega upp sem götuleikhús í Barcelona en hefur síðan þá sýnt fyrir milljónir áhorfenda um víða veröld. Hópurinn flutti opnunaratriði á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 og hefur síðan sett upp leiksýningar, óperur og útiatriði með sínum hætti þar sem allir miðlar koma saman: leikhús, rokktónlist, loftfimleikar, kvikmyndir og dans.

http://www.visir.is/article/2011110529839

Visir.is - Margmenni sá háloftasýninguna við Austurvöll
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters