Inspired by Iceland
huni.is - Sjálfboðaliðar SEEDS á Hvammstanga
25.07.2006

Þann 12. júlí sl. kom hópur sjálfboðaliða frá samtökunum SEEDS til Hvammstanga. Um er að ræða samtök ungra sjálfboðaliða sem vinna að umhverfismálum í víðasta skilningi þess orðs. Markmið samtakanna eru að stuðla að friði og vináttu milli manna, og að fólk umgangist náttúruna af virðingu.

Sjálfboðaliðarnir munu dvelja á Hvammstanga í þrjár vikur og vinna, í samstarfi við vinnuskóla Húnaþings vestra, að ólíkum verkefnum, s.s. göngustígagerð, skógrækt og viðhaldi gamalla mannvirkja. Þau munu m.a. hjálpa til við undirbúning unglistahátíðarinnar Eldur í Húnaþingi og munu þau taka þar virkan þátt í ýmsum uppákomum.

huni.is - Sjálfboðaliðar SEEDS á Hvammstanga
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters