Inspired by Iceland
Fréttablaðið - Sjálfboðaliðar frá 19 löndum. Mannúðarmál á aðventunni
23.12.2010

SAMFÉLAGSMÁL Tæplega 60 erlendir sjálfboðaliðar frá nítján þjóðríkjum hafa starfað sem sjálfboðaliðar við ýmis konar mannúðarmál á aðventunni.

Þeir sem hafa átt leið um Laugaveginn undanfarið hafa eflaust rekist á sjálfboðaliðana, sem hafa gefið köldum vegfarendum heitt súkkulaði og safnað um leið fé fyrir Rauða kross Íslands. Búist er við mikilli ásókn í heitu drykkina á Þorláksmessu. Sjálfboðaliðarnir, sem eru hér á landi á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS, hafa einnig aðstoðað við matarúthlutanir, á jólamarkaði Sólheima og víðar.

Fréttablaðið - Sjálfboðaliðar frá 19 löndum. Mannúðarmál á aðventunni
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters