Morgunblaðið - Friðarmerki á Klambratúni
01.10.2011
Í tilefni ,,Dags án ofbeldis“ hyggst Samhljómur menningarheima í samvinnu við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga standa fyrir friðargjörningi sem felur í sér myndun mannlegs friðarmerkis, sunnudaginn 2. október á Klambratúni kl. 20.00.
Með þessu er haldinn hátíðlegur „Dagur án ofbeldis“, en Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað þessum degi þann málstað, en 2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi. Fjölbreytt dagskrá verður á Klambratúni þetta kvöld.
Aðstandendur gjörningsins hvetja alla sem vilja sýna samstöðu með friði til þess að mæta á Klambratún kl. 20:00 á sunnudagskvöld, vestan megin við Kjarvalsstaði og taka sér stöðu í friðarmerkinu og upplifa frið innra með sér. Blys verða seld á staðnum á 500 kr.