Inspired by Iceland
saf.is - Sjálfboðaliðar á vegum Farfugla og SEEDS
23.08.2006

Dagana 2. – 16. júlí sl. dvaldi hér á landi hópur 12 sjálfboðaliða frá 7 þjóðlöndum til að vinna að ýmsum umhverfisverkefnum á vegum Farfugla.

Var hér um að ræða samstarfsverkefni Farfugla og alþjóðlegu sjálfboðliðasamtakanna SEEDS ( SEE beyonD borderS – Iceland ).

Vann hópurinn m.a. við gróðursetningu og hreinsun í Valabóli fyrir ofan Hafnarfjörð, grisjun trjáa og göngustígagerð í Þórsmörk og við málningarvinnu á Tjaldsvæðinu í Laugardal.

Fullyrða má að þetta samstarf hafi gengið mjög vel og mörg þörf verkefni voru kláruð. Eins og áður hefur komið fram var þessi vinna unnin í sjálfboðaliðsvinnu en Farfuglar sáu hópnum fyrir fæði og gistingu meðan á dvöl þeirra stóð hér á landi.

Farfuglar vilja þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við verkefnið kærlega fyrir aðstoðina. Sérstakar þakkir fá þó Hafnarfjarðarbær og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar.

Upplýsingar um umhverfisstarf Farfugla er að finna á www.hostel.is. Upplýsingar um SEEDS er að finna á heimasíðu samtakanna; www.SeedsIceland.org

http://saf.is/saf/is/leit/frettir/Default.asp?ew_0_a_id=224998

saf.is - Sjálfboðaliðar á vegum Farfugla og SEEDS
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters