Inspired by Iceland
Sjálfboðaliðar SEEDS: Skoða heiminn og gefa af sér
14.08.2012

Fjallað var um ungmennaskipti SEEDS og Evrópu unga fólksins á bls. 18 í Fréttablaðinu þann 14. ágúst 2012.

Útdráttur úr greininni:

Á næstu vikum munu hópar unga Íslendinga hverfa til ólíkra svæða í Evrópu, þar sem þeir munu taka þátt í samfélagsverkefnum á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS.

[...] "Við erum með margar ólíkar tegundir af verkefnum í gangi, fyrir fólk á öllum aldri og víðsvegar um heim. En ungmennaskipti innan Evrópu, sem styrkt eru af Evrópusambandinu í gegn um verkefnið "Youth in Action" hafa notið mikilla vinsælda" útskýrir Oscar Uscategui hjá SEEDS. "Þetta eru verkefni fyrir ungt fólk á aldrinum átján til þrjátíu ára. Þátttakendur fá styrk sem stendur yfirleitt undir stjötíu til hundrað prósentum af ferðakostnaði þeirra, svo þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja ferðast en hafa ekki mikil fjárráð". Á staðnum fá sjálfboðaliðar jafnframt fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi sínu.

Unnur Silfá Eyfells starfar við hlið Óskars hjá SEEDS, en hún hefur sjálf farið til Póllands sem sjálfboðaliði þar sem hún vann við dýraverndunarverkefni og tók þátt í fjáröflun fyrir dýraathvarf. "Ég lærði mjög mikið af þessu og sá heiminn í nýju ljós. Satt að segja leið mér aldrei eins og ég væri að vinna, því þetta var svo skemmtilegt. Á kvöldin og í frístundum kynntum við lönd okkar og menningu fyrir hvert öðru. Þetta var mjög gefandi".

http://www.visir.is/skoda-heiminn-og-gefa-af-ser/article/2012120819485

Sjálfboðaliðar SEEDS: Skoða heiminn og gefa af sér
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters