Inspired by Iceland
Visir.is: SEEDS kynnir spennandi ungmennaskipti fyrir ungt fólk á Ítalíu
29.05.2013
SEEDS kynnir spennandi ungmennaskipti fyrir ungt fólk á Ítalíu

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS leita nú að áhugasömum einstaklingum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt í ungmennaskiptum sem fara munu fram í Lombardy héraði á Ítalíu dagana 21.-29. júní næstkomandi. Þema þessara ungmennaskipta er ábyrgur landbúnaður og matvælaframleiðsla með áherslu á nýsköpun og vöruþróun. Þátttakendur munu m.a. heimsækja unga bændur á svæðinu og fá tækifæri til að ræða við forsvarsmenn hagsmunasamtaka bænda. Þátttakendur munu einnig kynna þjóðlega mat og fá tækifæri til að kynna eigin framleiðslu eða framleiðslu frá sinni heimabyggð.

Ungmennaskiptin eru styrkt af Youth in Action áætlun Evrópusambandsins og því munu þátttakendur fá allt að 70% af ferðakostnaði endurgreiddan auk þess sem þeim verður séð fyrir fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur.

Umsóknarfrestur hefur nú verið framlengdur. SEEDS mun senda níu manna hóp í þetta verkefni og nú eru þrjú sæti laus. Lokað verður fyrir umsóknir þegar öll sæti hafa verið fyllt af áhugasömum ungmennum og því er um að gera að senda inn umsókn sem allra fyrst. Allar nánari upplýsingar er að finna á ungmennaskiptasíðu SEEDS. Unnur Eyfells, verkefnastjóri hjá SEEDS, tekur við fyrirspurnum á netfangið outgoing@seeds.is eða í síma 845-0766.

Smelltu hér til að sjá fréttina

Visir.is: SEEDS kynnir spennandi ungmennaskipti fyrir ungt fólk á Ítalíu
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters