Inspired by Iceland
mbl.is - Töðugjöld í Viðey
27.08.2009

Sumardagskrá Viðeyjar lýkur og haustinu verður fagnað á Töðugjöldum á höfuðdaginn 29.ágúst, segir í fréttatilkynningu frá borginni. Kemur fram að sumarið hefur verið einstaklega gott og uppskeran úr matjurtagörðum Viðeyjar verður til sölu á sanngjörnu verði.

Sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum munu sjá um markaðinn og þar verður aðeins hægt að taka við krónum og aurum. Ágóðann af sölunni á að notaða til áframhaldandi uppbyggingar á matjurtagörðum í Viðey.

Þá kemur fram að bænastund verður í Viðeyjarkirkju kl.14:00 og skátar úr skátafélaginu Landnemum muni stjórna viðavangsleikjum fyrir alla fjölskylduna.

Þá segir að fyrir nokkru hafi verið kynnt uppskriftakeppnin Viðeyjarhnossgætið,- keppni sem allir eigi að geta tekið þátt í. Framlag til keppninnar megi vera hvaðeina sem matgæðingar kunna að baka, elda eða blanda. Eina skilyrðið sé, að í uppskriftinni sé að minnsta kosti eitthvað eitt sem vex í Viðey, rabbarbari, kúmen, hvönn, kartöflur eða eitthvað annað.

Dómnefnd sé skipuð einvalaliði, Nönnu Rögnvaldsdóttur, Hildi Hákonardóttur og Sólveig Baldursdóttir. Skemmtileg verðlaunverði  fyrir besta Viðeyjarhnossgætið. Viðeyjarstofa verður opin fyrir kvöldverðargesti.
Klukkan 20:00 verður kveiktur varðeldur í fjörunni austast í Viðey og svo verður slegið upp balli í skólanum í Viðey þar sem þeir Magni og Sævar úr Á móti sól munu skemmta fram eftir kvöldi.
 

Dagskrá á Töðugjöldum:
14:00 – 17:30  Grænmetismarkaðurinn opnar. Á boðstólum nýuppteknar rófur, kartöflur, kál, kúmen og annað góðgæti. Fyrstu kemur, fyrstur fær.
14:00 Bænastund í Viðeyjarkirkju. Sr. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur sér um athöfnina.

14:30 – 15:30  Skátafélagið Landnemar stjórnar víðavangsleikjum á leiksvæðinu fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þessir gömlu góðu leikir hafa algjörlega slegið í gegn hjá yngstu gestum Viðeyjar.

16:00 Dómnefnd hefur störf og metur þær veigar sem taka þátt í keppninni Viðeyjarhnossgætið.

17:00 Dómnefnd kynnir úrslit og verðlaunar siguvegarann.

18:00 – 20:00 Kvöldverður í Viðeyjarstofu

20:00 Kveiktur varðeldur í fjörunni í þorpinu

21:00 – 23:00 Dansleikur í skólanum.

http://mbl.is/smartland/ferdalog/frett/2009/08/27/todugjold_i_videy/

mbl.is - Töðugjöld í Viðey
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters