Inspired by Iceland
Visir.is - Fá sjálfboðaliða vegna Hamingjudaga
25.03.2010

Umhverfisnefnd Strandabyggðar hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórn Strandabyggðar að fengnir verði átta sjálfboðaliðar frá sjálfboðasamtökunum SEEDS, einni til tveimur vikum fyrir Hamingjudaga, til að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar og önnur tengd verkefni.

Samþykkt var að senda bréf til menningarmálanefndar og óska eftir tillögum, áliti, umsögn nefndarinnar og hvaða verkefni hún hefði fyrir sjálfboðaliðana. „þar sem Hólmavíkurkaupstaður á 120 ára verslunarafmæli á þessu ári hljóti Hamingjudagar að verða með veglegasta móti og mikið við haft,“ segir í bókum umhverfisnefndar Strandabyggðar.

Visir.is - Fá sjálfboðaliða vegna Hamingjudaga
Find your workcamp
Icelandic Experience
SEEDS main supporters